Gonnzublogg
laugardagur, júlí 31, 2004
  Var að búa mér til svona mbloggsíðu af tilefni þess að Jói minn var að gefa mér svo svaka flottan myndavélasíma í ammlisgjöf! A+







  ¶ 9:21 f.h.
föstudagur, júní 18, 2004
  -Húsfreyjan í Þrastarási kveður-
Já ég hef ekki mikið að segja þess dagana. Mikið að gera í vinnunni og fátt annað sem kemst að. Það er þó í lagi að nefna það að við Jóhann erum búin að kaupa okkur íbúð Vei vei vei!! Já við splæstum á okkur eina fallegustu íbúð sem ég hef nokkurn tíman séð. Hún er í Þrastarás 46 í Hfj og við flytjum inn í september býst ég við. Ég er svo ánægð með hana að ég get ekki hætt að skoða myndirnar af henni :D
Ég ætla ekki að halda þessu bloggi áfram en hendi kannski inn einhverjum myndum af og til. Ég var einmitt rétt í þessu að setja inn myndir frá Gæsapartýi Þórunnar sem endaði í Stapanum. Þar voru Skímó að spila og juminn hvað við skemmtum okkur vel. Þeir eru bara æði!!
  ¶ 10:22 e.h.
mánudagur, maí 31, 2004
  -Búin á Bifröst-
Þá er maður orðinn viðskiptafræðingur og ég kveð Bifröst með blendnar tilfinningar. Auðvitað er maður feginn eftir mikið puð að vera loksins búinn með þetta en ég á eftir að sakna Bifrastar. Maður hugsar ekki núna til stundanna sem maður var að brjálast yfir kennurum, hópmeðlimum og álagi heldur allra skemmtilegu stundanna. Varmaland, eða Þarmaland eins og við kölluðum það, rokkaði feitt fyrstu önnina. Ég man að við Marta blótuðum því að hafa ekki fengið inn á svæðinu en þetta var ein skemmtilegasta önnin with out a doubt! Ég kynntist líka fljótt feimnu stelpunni í herberginu við hliðiná mér og sú vinátta verður alltaf til staðar. Við Vala vorum sko alltaf til í tuskið og Bakkus vinur okkar var oft með í för! Ég á alltaf eftir að muna eftir Unnari og bjúganu, Þóa og Kylie Minouge dansinum, Ómari sem vaknaði alltaf of seint og drakk 12 lítra af kóki á viku, klámkjaftinum á Adda, hvernig allir sprungu úr hlátri þegar Marta byrjaði að hlægja, Trivial persuit sýki Unnar, Krumma að hræða Mörtu og teikna á töfluna og svo mætti sko lengi telja.
Ég veit að þetta hljómar eins og léleg minningargrein en so what!!

Ár númer tvö var sportkotsárið! Þetta var alveg frábær kommúna hjá okkur. Allar reyndu að vakna eldsnemma í leikfimi og við töluðum um megranir, mataræði og æfingar daginn út og inn á milli þess sem við hrundum í það og skemmtum okkur ógeðslega vel. Strákatal var líka ansi fyrirferðamikið eða eiginlega kennaratal. Kennararnir máttu bara passa sig að mæta ekki illa klæddir því þá fengu þeir bara skot á sig. Rassinn á Bjarna stefnumótunarkennara var ræddur til hlýtar auk flotts klæðnaðs Birgis og Magnúsar Árna. Lisa og Jennifer djömmuðu þvílíkt feitt og Lisa skokkaði á vegg. "Sem er mjög gott" og "Sem er kostur" var algjör húmor. Það voru líka allir einhvern vegin "að gera það". Ég á enn til að kíkja á Sportkotssíðuna og lesa pistlana með þvílíkt bros á vör!

Þýskaland var algjört æði! Frábær hópur sem þangað fór og við Jóhann höfðum það alveg þvílíkt notarlegt. Þýska sjónvarpið var ekki alveg að gera það svo við áttum margar ynidlegar stundir bara tvö að kjafta og drekka rauðvín eða eitthvað. Stundum eyddum við meira að segja heilu kvöldstundunum í að glamra á gítar og syngja... alveg eins og í "Húsið á sléttunni" bara! Síðasta önnin var líka æðisleg. Frábært að búa með Röggu, Davíð og Ölmu.

Úff... þetta átti nú ekki að verða svona langur pistill heldur aðeins inngangur í útskriftina sjálfa. Það var geggjað veður á laugardaginn og þvílíkur fjöldi að útskrifast. Rektor hafði lofað klukkutíma athöfn en raunin varð tveir tímar. Ég var orðin svoooo reið! Hann hefði ekki þurft að tala svona lengi sjálfur og það hefði mátt sleppa hátíðarræðunni!
Við Jói vorum með svaka veislu. Það komu um 80 manns og þvílíkt pakkaflóð. Það var mikið étið og drukkið en samt rosalegur afgangur. Kellingin sem sá um salinn var orðin alveg brjáluð í lokin. Við máttum víst bara vera í salnum til 00.30 en fórum ekki fyrr en 01.30. Flestir tóku bíl niður á Sólon en við vorum nokkur sem löbbuðum. Loksins þegar við komum á Sólon eftir viðkomu á tælenskum karókíbar var svo mikil röð þar að við ákváðum bara að fara heim.
Það eru komnar inn myndir frá kveldinu!! Smellið bara á Myndir 2

  ¶ 12:57 e.h.
föstudagur, maí 28, 2004
  -Útskrift-
Á morgun er stóri dagurinn. Mamma er búin að vera í stresskasti en ég hef varla mátt vera að því að spá í þessu. Ætlaði að finna mér einhverjar flottar buxur og jakka en gleymdi því eiginlega bara og ég hef ekki enn þorað að kíkja hvort gömlu buxurnar mínar passi við toppinn. Mamma er nú ekki sátt við stelpurasskatið sitt. Að hún skuli ekki vera búin að finna sér jakka og svona!! Það er nefnilega svoldið fyndið með hana mömmu mína að henni finnst ég aldrei kaupa mér föt og hún getur alveg tekið sig til og gefið mér pening og sagt mér nú að kaupa mér eitthvað smart. Mér finnst ég hins vegar alltaf vera að kaupa mér föt og fataskápurinn minn er að springa!! En þetta var nú smá auka innskot. Ég hafði nú ekki hugsað mér að kaupa mér einhvern sérstakan jakka fyrir morgundaginn heldur ætlaði ég bara að vera í bolnum. Foreldrum mínum finnst ég hins vegar allt of gliðruleg í toppnum einum saman. Ætli ég skelli einhverjum druslum yfir axlirnar á mér.

Seinnipartinn í dag dekkuðum við upp salinn og svona og guð minn góður.. þegar ég var að setja kerti í stjakana og Jóhann að stilla græjurnar þá fannst mér hreinlega eins og við vorum að fara að halda brúðkaupsveislu. Mamma og tengdó eru líka búnar að vera algjörar dúfur.. þeir eiga allan heiðurinn af öllum undirbúningnum og ég skaut því bara að þeim að þetta yrði fín generalprufa fyrir brúðkaupsveisluna.

Nú í þessu augnabliki er ég að sötra einn ískaldan og horfa á lokaþátt American Idol og það er barasta eins og maður sé að horfa á sambland af american football og Óskars verðlaununum. Ég meina come on... að syngja þjóðsönginn, láttu mig æla!!
Elsku Fantasia mín.. til hamingju með sigurinn. Persónulega fannst mér þú svoldið þreytt eftir að hafa hlustað á þig í nokkurn tíma. Latoya London var mitt uppáhald!
Ég er nú ekki frá því að hann Ruben sé búinn að fitna....
  ¶ 10:22 e.h.
miðvikudagur, maí 26, 2004
  -Update-
Ég var nú eiginlega búin að ákveða það að þegar ég myndi ljúka skólanum þá ætlaði ég að hætta að blogga. Ég virðist hins vegar alltaf hafa einhverju frá að segja sem mig langar að deila með umheiminum.
Nú er ég búin að vinna í kaupfélaginu í rúma viku og meira segja komin í rauðan slopp og allt!! Fór á tvær fataheildsölur í morgun og juminn hvað ég haldi barasta að ég eigi eftir að fýla þetta !! Í dag fengu félagsmenn í kaupfélaginu senda heim 30% afsláttarmiða í fatadeildinni og það var alveg troðið í allan dag. Gamla fólkið greinilega búið að bíða spennt eftir tilboðinu... jújú, ég er sko félagsmaður!! Vonandi næ ég bara að selja allt þetta dóterí og get tekið fullt nýtt inn!

Við Jói erum búin að vera að leita okkur af íbúð núna undanfarið og rúntuðum aðeins um bæinn í gærkveldi. Sá ég svo ekki Baddý standa aleina á einu hringtorginu og Jóhann sneri við á punktinum. Haldiði að Baddý hafi ekki verið að leita af "Hafnarfjarðarperranum" sem sást víst til. Hún leit nú samt frekar út fyrir að vera "undercover" í von um að hann myndi halda að hún væri 6 ára og bjóða henni sælgæti og að koma að skoða hvolpinn sinn.

Við fórum að skoða fyrstu íbúðina í kvöld. Svoldið skondið að konan sem á íbúðina er systir mömmu hennar Sigrúnar Daggar vinkonu. Okkur leist bara ágætlega á en ég held nú að maður þurfi nú að skoða nokkuð margar íbúðir áður en maður gerir upp hug sinn.

Ég er ekki enn búin að fá einkunn fyrir bs ritgerðina en fæ hana vonandi á morgun. Við ætluðum að vera með smá útskriftarpartý á laugardaginn og það mun líklegast enda í 80 manna veislu... samt bara alveg nánustu!! Mömmur okkar Jóhanns eru strax farnar að kvíða brúðkaupinu held ég!!

  ¶ 10:15 e.h.
fimmtudagur, maí 20, 2004
  Samkaup góðan daginn!!
Jæja þá er viðskiptafræðingurinn byrjaður að vinna og brjálað að gera í að læra allt. Gunnar Egill matar í mig upplýsingum.. ferð í concord, skrár og birgðir og svo þetta svo velurðu F4 og svo alt y og svo F6 og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta fer allt saman inn um annað og út um hitt. Stundum fæ ég svona "ég læri þetta aldrei" tilfinningu og langar bara að fara að aðstoða Sóley í kerrunum sko!!
Síðustu tvo daga hef ég verið að laga til í búsáhaldardeildinni, skrúbba, raða og verðmerkja. já og ganga frá jóladóti!! Svo eru auðvitað allir komandi til mín alveg.. hva! ert þú byrjuð hér?? og ég bara jájá. Þá kemur svona "eru nú viðskiptafræðingarnir farnir að afgreiða í Samkaup" svipur á fólk og ég svona.. já ég er sko aðstoðarverslunarstjóri.. alveg hallærisleg. þá alveg nú jájá, en flott.

Í gær var kvennareið Mána og við Marta skelltum okkur auðvitað. Ógeðslega gaman eins og alltaf. Riðum út í Garð og borðuðum þar austurlenskan mat frá Soho. Drukkum nokkra öllara og fórum í Limbó og svona.. eða bara ég.. Mörtu fannst það eitthvað hallærislegt held ég.
Á heimleiðinni vorum við alveg í kasti á eftir henni mömmu minni. Hún var orðin ansi hress og hallaði alltaf meira og meira á vinstri hliðina. Við biðum bara eftir að hún rúllaði af en hann Dropi gekk gjörsamlega undir henni.

Nú er ég að fara uppá völl að læra á innritunarkerfi Vallarvina svo ég geti byrjað það á fimmtudaginn eftir viku. Ég er alveg að sjá fyrir mér að sumarið verði Crazy vinna!!
  ¶ 7:32 e.h.
fimmtudagur, maí 13, 2004
  -Notið dagsins-

Við kvöddum Bifröstina með blendnar tilfinningar í gærkveldi. Gott að vera búinn en jii ef ég á ekki bara eftir að sakna þess að vera þarna.
Ég fór með skýrsluna í prent í morgun og er að fara að sækja hana. Mér leið eins og ég væri að láta litla barnið mitt í hendurnar á ókunnugu fólki. Svona.. passið þið þetta nú vel og gerið þetta alveg rétt! Ég var sko búin að prenta svona demo eins og skýrslan á nákvæmlega að líta út.
Sæl og glöð hélt ég í Kringluna í þeim tilgangi að hressa uppá "sveita-lufsulúkkið". Ég var ekki lengi að spreða 22þúsund kalli chichiiinng! Keypti mér gasalega lekkerar gallabuxur með uppábroti í Oasis svona eins og eru svo móðins.. svo einn skvísubol af því ég á svo fáa svoleiðis *hóst*. Nú ég varð auðvitað að fá mér skó við stuttu gallabuxurnar og fann mér svaka gelluskó sem kostuðu líka bara 3.900. Hmm.. nú var vandi á höndum.. mig langaði bæði í bleika og hvíta.. æi votðefokk.. þeir eru svo ódýrir að ég kaupi bara báða
  ¶ 4:06 e.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger