Gonnzublogg
föstudagur, október 31, 2003
  Idol og lasagna
Hlín bauð í mat í gær í dýrindis mexicolasagna og rauðvín og fleira tilheyrandi. Ég mætti með fyrstu 5 Idol þættina sem mamma senti mér og við horfðum á þá alla (ég aftur) og hlógum og hlógum. Helgi Rafn varð alveg uppáhald okkar allra en ég spái að hann, Tinna Marína og Anna Katrín eigi eftir að berjast um efstu sætin.
Signý og Unnur eru að fara til Berlínar í dag og voru því heldur rólegar en við Hlín sötruðum heldur meira og kíktum svo á írska pöbbinn okkar. Þar hittum við fyrir nokkra Svía og þar sem þeir eru jú frændur okkar vorum við í góðu boði þeirra í þessa 2 tíma sem við stoppuðum þar.
  ¶ 10:11 f.h.
fimmtudagur, október 30, 2003
  CWINDOWSDesktopLotR.JPG
Lord of the Rings!


Þetta finnst mér nú kannski ekkert alveg rétt en come on... Unnur var Power Ranger Múhahaha. Þá er nú LOR skárra :)
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

  ¶ 2:29 e.h.
  dominant
You have a dominant kiss- you take charge and make
sure your partner can feel it! Done artfully,
it can be very satisfactory if he/she is into
you playing the dominant role MEORW!


Guð hvað þetta meikar sens. Ég fíla mig stundum eins og Danny Zukko þegar ég er með hendurnar útum allt :)
What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla

  ¶ 2:20 e.h.
  Unnur lánaði mér Untaimed hearts og ég horfði á hana í gærkveldi. Ég man eftir að hafa séð hana áður. Þá lágum við Íris Dögg á gólfinu heima hjá henni, örugglega 15 ára og ég grenjaði úr mér augun.
Ég gerði aðra tilraun í gær á meðan Jóhann var hjá Finnunum í heimsókn og ég grét og ég grét og ég grét!! Meira að segja þegar myndin var búin þá hlustaði ég á Comfortable og Why Georgia og John Mayer og hélt bara áfram að gráta.
Stundum er bara gott að gráta þótt maður hafi enga ástæðu til.  ¶ 12:09 e.h.
  Nú er ég alveg komast í stuð til að dúlla mér aðeins við síðuna mína. Ég veit að hún er ekkert voðalega smekkleg enn sem komið er en það er komin Gestabók!!!
Hver verður nú fyrstur að skrifa mér línu???  ¶ 12:03 e.h.
  Mamma hringdi í mig í gær og ég hélt henni í símanum í rúmar 45 mínútur, það er ekki skrýtið að hún spurði hvort ég væri farin að hlakka til að koma heim. Hún var alltaf.... jæja Gunnhildur mín... og þá þurfti ég að vera fljót að fatta uppá einhverju nýju að segja við hana. Það lá við að hún lygi að mér að hún þyrfti að fara að kúka eða eitthvað til að losna við mig. Hún sagði annars bara voða gott í fréttum. Ég var svoldið farin að sjá fyrir mér að fá herbergið hans Skúla bróður sem bs vinnuaðstöðu því hann væri að fara til USA í boxatvinnumennsku litla skrýpið mitt. Það er samt eitthvað ekki alveg víst því samningurinn hefur enga dagsetningu, eins furðulegt og það er. Þannig að ef Skúli skrifar undir þennan þá fær Chuck 20% af innkomu hans bara eins lengi og Skúli tórir í bransanum. Gaui er eitthvað að vinna í þessu.  ¶ 11:34 f.h.
  Við erum að hugsa um að flýta heimferðinni um nokkra daga. Við erum búin í skólanum í kringum 12. des en eigum ekki flug heim fyrr en 20. Þá getum við náð að vinna svoldið í jólafríinu. Við ætlum að kanna með litla burrann okkar, þ.e. hvenær Atlantskip fer síðustu ferð fyrir jól frá Esbjerg. Þótt það kosti slatta að breyta ferðinni þá borgar það sig margfallt, ég meina frítt fæði hjá mamas og papas og vinna á pulsuvagninum.  ¶ 11:33 f.h.
miðvikudagur, október 29, 2003
  Orðheppni
Við fórum á Stammtisch í gær sem er alltaf á þriðjudögum (fólk hittist og drekkur bjór/vín og svona). Þar hitti ég hann Boris sem er þýskur strákur sem hefur verið mikið að aðstoða okkur skiptinemana. Hann sagði: hey I´m sorry I couldn´t come on saturday to Johanns birthday but it was also my grandmothers birthday and my mom said I had to go there. (hann var voða sorry yfir þessu öllu saman). Svo ég svaraði: Oh it´s ok, you know she´s not gonna have that many birthdays more !!!!  ¶ 11:10 f.h.
þriðjudagur, október 28, 2003
  Ég fæ ekki picturetrail til að virka, fæ ekki að uploada neinum myndum. Veit einhver um annað forrit sem ég get notað??? Netið hérna er svo heft að maður virðist alls ekki geta gert hvað sem er. Við getum t.d. ekki komist inná bifrastarmeilið hérna því netið hérna fer í gegnum einhvern proxy server. Anyone no something???  ¶ 9:26 f.h.
  Umm da, það er kominn nýr dagur!!
Annar í afmæli og voða gaman. Fór með Jóhann á steikhús í gær og þar gæddum við okkur á yndislegum nautasteikum og salati og svona, skolað niður með bjór og redvæn. Eftir það töltum við á videoleigu og vorum búin að velja okkur fína mynd en svo máttum við ekki velja því við erum svo stutt hérna :( Hins vegar gátum við keypt myndir þarna líka og keyptum "The Shining" á 8 evrur. Ég ætlaði ekki alveg að vilja horfa á hana því ég hafði séð hana 2x og var ÓGISSLEGA HRÆDD!! Ég lét þó til leiðast en hálfsá eftir því hún var ENNÞÁ ÓGISSLEG. Það kom sér þó vel að eiga stóra sæng til að fela sig undir. Í morgun sá ég svo á mbl.is að Bretar höfðu valið þessa mynd sem mest hrollvekjandi, so that makes me no sissy!!  ¶ 9:11 f.h.
mánudagur, október 27, 2003
  Vá það tókst
Kommentakerfið loksins komið á. Njótið vel!!  ¶ 2:55 e.h.
  Afmæli
Já hann Jóhann Snorri er 26 ára í dag. Til lukku ´skan!
Hann hélt reyndar upp á afmælið á laugardaginn og ég var svo spennt að gefa honum afmælisgjöfina að hann fær ekkert í dag greyið.... nema auðvitað ást og umhyggju. Afmælispartýið var mjög skemmtilegt en þó voru einhverjir þreyttir eftir pólska partýið. Stelpurnar gáfu Jóhanni rosa flottar g-strengs hundabrækur með gati fyrir vininn og smokk svo honum yrði ekki kalt. Ég gaf honum peysu og Bítla safnið á 4 DVD diskum (valið stóð á milli Simpson og Bítlanna en mig langaði meira í bítlana :) Svo fékk hann vínflöskur frá úglendingunum.
Það kláruðust 3 kassar af bjór og gítarinn var alblóðugur í lokin.

  ¶ 10:49 f.h.
  Sex in the city tour
Við stelpurnar ákváðum í gærkvöldi að við skyldum á Café Central í hádeginu í dag áður en við færum að kíkja í búðirnar. Þar ætluðum við að slúðra aðeins og fá okkur vínglas og svona. Við fórum en það varð ekkert vín drukkið en slúðrað fullt!
Kíktum svo í bæinn og byrjuðum í H&M. Við eiginlega byrjuðum og enduðum þar. Ég keypti afmælispeysu handa Jóhanni og svo fékk ég auðvitað 4 flíkur á móti. Lenti á útsölu á ýkt sætum mussum og keypti mér 2 eins en sitthvorn litinn á 4,95 evrur stykkið (ca 450 kall). Keypti líka hlýrabol og peysu. Borgaði 60 evrur fyrir þetta allt saman.
Jóhann verslaði 4 bjórkassa fyrir afmælið sem er í kvöld!
  ¶ 10:48 f.h.
  John Mayer
Af hverju vissi ég aldrei hver þessi gaur væri?? Jóhann var að kópera mússik frá tölvunni hans Billy og þar voru nokkur lög með honum. Gæinn er geðveikur!! Þetta er ekta svona tónlist sem ég og Vala sérstaklega elskum svo Vala mín ef þú ert að lesa þetta þá út í plötubúð með þig ef þú kemst ekki á Kazaa. Ég er allavega strax búin að kaupa einn tónleikadisk með honum, John Mayer, Any given Thursday.
Lögin Why Georgia, Back to you, Your body is a wonderland, Why Georgia og Comfortable eru í sérstöku uppáhaldi til þessa. Ég mæli sérstaklega með því fyrir DMB aðdáendur að kíkja á hann.
  ¶ 10:42 f.h.
sunnudagur, október 26, 2003
  Pólskt partý
Pólsku krakarnir buðu í partý í gærkveldi sem átti að vera mjög pólskt. Okkur Jóhanni fannst því vel við hæfi að taka með okkur prins póló sem mamma hafði sent og þau voru ekkert smá ánægð með það. Mariola, Ewa og Joana voru búnar að elda einhverjar pólskar hveitiklessur sem smökkuðust ágætlega og baka köku sem líktist hjónabandssælu en það var ekkert haframjöl og örugglega enginn sykur í henni. Svo voru vodgastaup en það var vodgi, rasberrysyrop og tabascosósa. Ég fékk mér 2 og logaði í kjaftinum, þetta var svakalegt. Ég held samt að Hlín hafi drukkið 4 eða 5, dugleg stelpa! Við kíktum á írska pöbbinn um 1 leytið því þar er yfirleitt trúbador um helgar. Þessi var mjög góður en svo þurfti hann að kalla til sín 2 sekkjapípuleikara sem manni fannst fyrst allt í lagi en svo voru þeir farnir að hljóma eins og grenjandi köttur sem væri verið að kremja, ekki fallegt!
Um 2 leytið fórum við á garage sem er svona hálfgert disco. Það eru eiginlega bara 16-18 ára krakkar þarna inni en við vorum ca 20 svo maður tók ekkert eftir því. Tónlistin var fín, rokk og r&b og við dönsuðum allan tímann. Við fórum heim um 4.30 og Jóhann var svo ekkert þreyttur eins og alltaf að hann fór að glamra á gítarinn og halda vöku fyrir nágrönnunum.   ¶ 10:59 f.h.
föstudagur, október 24, 2003
  Sending frá Íslandi
Ó ég er svo glöð! Hún mamma var að senda mér pakka og utanáskriftin á honum var Tapes and candy. Ég var semsagt að fá alla íslensku Idol þættina sem búið er að sýna heima eða 5 talsins, Víkurfréttir, Moggann, Vikuna, Nýtt líf og fullan poka af nammi úr pulsuvagninum sem hún hefur nýtt til að fylla kassann. Þ.á.m. síðasti bleiki extrapakkinn sem Lísa sendi mér, takk dúllan mín!
Dagurinn fór því í að glápa á þættina og brjóta 3ja vikna nammibindindið :-/
Þetta eru ýkt skemmtilegir þættir og ég er orðin ýkt spennt að sjá hvernig þetta fer. Óli Már vinur Jóhanns er að standa sig eins og hetja þarna en svo er líka annar strákur mjög sigurstranglegur finnst mér. Man ekki hvað hann heitir en hann tók með sér “flautukeyboard” til að detta á hljóminn.
  ¶ 3:38 e.h.
fimmtudagur, október 23, 2003
  Bs
Hvernig stendur á því að kennarar eru bara búnir að fylla hjá sér hverjum þeir ætla að leiðbeina áður en umsóknartíminn rennur út?? Þetta finnst mér bara ekki sanngjarnt! Ætli maður endi bara ekki með því að leita út fyrir skólann af bs leiðbeinanda.  ¶ 9:52 f.h.
miðvikudagur, október 22, 2003
  Partý Partý
Þá var komið að alvöru skólapartýinu. Signý klippti mig og svo töltum við Jói yfir til Unnar sem var b.t.w. að fá 4 ný Séð og heyrt blöð !! Já maður passar sig nú á því að fylgjast með hvað er að gerast... Hvernig gangi hjá Ásdísi Rán og fótboltabróðurnum, hvort Birgitta Haukdal sé eitthvað að slöttast og svona. Alveg nauðsynlegt að vera með allt svona á hreinu. Anyhow.... það var tequila skylda þarna svo maður þurfti nú að slamma sig aðeins. Ég fékk mér nú bara tvö en það voru nokkrir sem fengu sér 4 eða fleiri, allavega kláraðist ein og hálf tequila flaska.
Þegar við komum að skólanum beið okkar ca 10 mínútna röð en Signý reddaði þessu með að hlaupa útá bensínstöð og kaupa nokkra bjóra. Það var troðið þarna inni og góð tónlist en aðeins 3 finnskar stelpur að dansa. Ég joynaði þeim auðvitað og fólk starði á okkur eins og það mætti bara ekki dansa fyrir miðnætti eða eitthvað!! Heyrðu.. svo var ég með einhverjar rosa sveiflur á gólfinu og reif nýju “In wear buxurnar mínar som jeg köbte i Kobenhavn” svona hrottalega. Þær bara sprungu á rassinum og ég er ekkert að tala um einhverja smá saumsprettu heldur bara frá mitti og niður að heilaga gatinu!! Og ég bara í bol, jakkinn í fatahenginu. Nú voru góð ráð dýr. Ég skellti veskinu mínu fyrir rassinn og strunsaði inní þvöguna, náði í jakkann og setti hann utanum mittið á mér. Svo hljóp ég heim og skipti um föt. En ég er ógisslega svekt yfir buxunum.. þær eru ekki einu sinni þröngar. En svo þunnar að þær eru nánast gegnsæjar!
Ég held að ég hafi farið heim um 2 eða 3. Jóhann var "aðeins" lengur. Hann kom heim og náði í gítarinn og fór í partý til Juha og Janne (finnsku gaurarnir). Það var svo kvartað undan hávaðanum í þeim, reyndar sagðist konan bara hafa heyrt í Signýu syngja :)
Djöfull er ég góð í þýsku þegar ég er full!!!
  ¶ 1:43 e.h.
þriðjudagur, október 21, 2003
  Ég verð nú að viðurkenna það að ég fékk rosalega Bifrastarþrá þegar ég las blogg hjá Tótlu og Lísu. Það er alltaf svo gaman á djömmunum þarna uppfrá þó svo að þau séu alltaf eins... Skrýtið! Ég veit alveg að ég er ekki að missa af neinu, maður hefur gert þetta allt áður... en þegar það er farið að minnast á partý í Hraunbæ og svona þá fær maður nú smá kitl í magann. Ég veit samt ekki einu sinni hverjir búa í Hraunbæ núna.. held ég sé með einhverja fasta mynd af Bendt og Kobba og þeim frá Hraunbæ. Ég veit... long long time ago !
Ég held líka að Bifröst verði svoldið einmanalegt eftir áramót. Ég meina Addi, Hólmar, Þói og kannski Mazda mín músssímúss fara til Kína!! Vala er í fjarnámi og Ólöf í Master. Úffff það er skrýtið að hugsa til þess að gömlu Bifrastarárin komi aldrei aftur.  ¶ 11:25 f.h.
  Það er partý í skólanum í kvöld og já það er víst haldið hérna inní skólanum. Okkur var sagt að við þyrftum að mæta snemma því það hættir bara að hleypa inn þegar það er orðið fullt og þetta er víst rosa vinsælt partý og því bókað að það verði fullt. Unnur partyanimal er búin að bjóða í preparty heima hjá sér milli 7 og 8 svo held ég að við förum bara um 9 í skólapartýið. Mér skilst að bjórinn kosti um 1 evru... alls ekki svo slæmur díll þar á ferð!  ¶ 11:10 f.h.
  Við fórum til Kaupmannahafnar um daginn og vorum hjá Önnu Pálu og Gumma . Vill nota þetta tækifæri til að þakka þeim kærlega fyrir gestrisnina og einnig Sigrúnu Dögg fyrir að hafa gefið sér tíma til að vera memm.
Ég slefaði alveg yfir búðunum á Strikinu en mér fannst svoldið dýrt þarna miðað við "heima". Ég keypti mér þó nokkrar flíkur þarna og meðal annars ýkt flotta Adidas skó sem ná uppá ökla. Jóhann var svo að horfa á þýska íþróttasjónvarpið þar sem var verið að sýna frá glímukeppni og hann kallaði: Hei Gunnhildur, þessi maður er í alveg eins skóm og þú átt!!! og ég bara WHAT!! En svo lagði ég saman tvo og tvo.... það stendur wrestling aftan á skónum mínum og svo eru þeir eins innanhúslegir og orðið geta.. með rússkinni undir og allt!! Stupit foreigner í verslunarleiðangri.  ¶ 8:02 f.h.
  Fórum í Karstadt í gær. Bætti 3 DVD í safnið. Fyrir valinu urðu Grease, My fair lady og ET. Samtals greiddi ég 35 evrur eða um 3000 kall. (Ég veit, ýkt girly myndir en samt svona eigulegar... er þaggi??) Við erum búin að kaupa okkur yfir 20 DVD myndir hérna + 2 Friendsseríur. Flestar myndirnar sem við höfum keypt kosta 9.99 evrur eða minna og Friendssería kostar aðeins 29.99. La vita e bella  ¶ 7:44 f.h.
mánudagur, október 20, 2003
  Magdeburg

Á laugardaginn skelltum við Jói okkur til Magdeburg til að sjá Magdeburg-Haukar í handbolta. Við keyrðum örugglega í gegnum 100 pínuþorp því það lá enginn highway þangað. Við keyrðum í rúma 2 tíma og það voru ca 20 mínútur liðnar af leiknum þegar við komum. Skemmst er frá því að segja að Haukamenn voru ýkt lélegir og mig langaði bara að halda með Magdeburg, enda Sigfús Sigðursson leikmaður og Alfreð Gíslason þjálfari. Þegar Sigfús skoraði var öskrað SIGFÚS og þá leyfði ég mér alveg að vera með í SIGURÐSSON! Samt klöppuðum við nú meira fyrir Haukamönnum. Við komum ekki heim fyrr en um 8, alveg ógissslega svöng og fórum þá á steikhús og ég gúffaði í mig 230 gramma fille og bakaðri kartöflu (hýðið og allt sko). Svo fengum við okkur desert, ég fékk mér pönnukökur fylltar með vanilluís og þá var ég bara passleg :-/ Jóhann fékk sér minni steik og var alveg að springa!! Þess má geta að þessi máltíð okkar (2 steikarmáltíðir, 2 desertar, bjór og rauðvín) kostaði okkur 42 evrur eða ca 3800 kall. Já við leyfðum okkur að splæsa svoldið flott á okkur svona einu sinni !!

Subway
Á sunnudaginn vöknuðum við um hádegi og keyrðum til Hamborgar í þeim tilgangi að fara á Subway. Já sunnudagar eru frekar leiðinlegir, allt lokað, svo maður verður bara að finna sér eitthvað bjánalegt að gera ef maður er ekki þunnur. Það var sko alveg þess virði að keyra þetta, við höfðum ekki fengið Subway síðan á Íslandi.

  ¶ 11:48 f.h.
  Um síðustu helgi skelltum við okkur á fótboltaleikinn Þýskaland-Ísland í Hamburg. Við fórum fyrst í prepartýið og það var alveg ótrúleg stemning,, ekkert nema ELDHRESSIR Íslendingar með víkingahorn og fánaklæddir. Skrýtið að heyra allt í einu svona marga tala íslensku :) Ég hitti alveg fullt af fólki úr Keflavík sem ég þekki og það eru auðvitað allir Keflvíkingar bestu vinir í útlöndum.
Þaðan var svo hópganga á leikvanginn og ég hef aldrei upplifað annað eins. 60 þúsund manns samankomnir, ótrúlegt. Og hvern haldið þið að ég hafi séð sitja rétt hjá mér... Runólf Ágústsson! Ég kallaði auðvitað í hann og hann kom og kyssti okkur og knúsaði og bauð okkur með sér að borða kvöldið eftir. Úrslitin voru semsagt ekki hápunktur ferðarinnar,, helvítis rússadómarinn!! En við vorum líka bara miklu lélegri!
Eftir leikinn var auðvitað annað Íslendingapartý og það voru Stefán Hilmarsson og Jón Ólafsson og fleiri, guuuð hvað var gaman! Það var svo hellingur af "celebretium" þarna og við Hlín ákváðum að fara í svona celebrety myndaleiðangur, fengum semsagt að taka myndir af okkur með fræga fólkinu hahaha :) Ég reyni að henda upp myndaforriti þá getið þið séð afraksturinn.
Runólfur hringdi í mig á sunnudeginum og ég gat varla talað við hann því ég var orðin alveg raddlaus!! Við ákváðum að fara út að borða á inverskum stað hér í Lueneburg. Við krakkarnir fórum uppá hótel til hans og Ásu og fengum okkur drykk og fórum svo saman á staðinn. Það var alveg rosalega gaman en verst hvað við krakkarnir vorum eftir okkur eftir laugardagskvöldið að við gátum því ekki einu sinni drukkið almennilega.
Birgir Magg kom í townið á mánudeginum til að halda fyrirlestur um hvalveiðar á Íslandi í vísindaskyni. Við fórum að sjálfsögðu en það voru bara við og 2 erlendir nemendur sem mættu. Svo þurftum við Unnur og Signý að fara í tíma svo það varð ekkert úr fyrirlestrinum hjá honum greyinu.


  ¶ 11:27 f.h.
  Jæja... þá verð ég nú að segja pínulítið frá Þýskalandsdvölinni. Við trúum því varla en við erum búin að vera hérna í tæpa 2 mánuði!! Við Jóhann tókum Norrænu frá Íslandi til Hanstholm í Danmörku með litla barnið okkar með okkur. Já auðvitað fékk litla silfurskottan að fljóta með enda er hún búin að reynast okkur alveg ótrúlega vel. Við keyrðum þaðan niður til Þýskalands en stoppuðum eina nótt í Álaborg og aðra í Flensburg.

Hér í Lueneburg er búið að vera alveg frábært. Veðrið var æðislegt fyrstu vikurnar og þann tíma nýttum við vel við stórt vatn sem er hér bakvið heima hjá okkur með nöktum Þjóðverjum. Við vorum alveg "GUÐ MINN GÓÐUR" fyrstu skiptin og Jóhann skammaði mig mikið fyrir að stara á fólkið en ég meina kommon! Þau sáu mig ekkert horfa á sig og það sem þau vita ekki, skaðar þau ekki.
Einn daginn fórum við Unnur í sólbað og vorum langt frá öllum og ég dirfðist til að vera ber að ofan. Svo kom Jóhann og hann skipaði mér að fara í eitthvað að ofan!! Ég hélt nú ekki :)

Vá ég hef svo miklu að segja frá...
Við búum í svona "kleine appartment" semsagt bara studíoíbúð en það er mjög fínt. Unnur býr ein í alveg eins íbúð bakvið okkur. Signý býr hjá konu sem leigir 2 nemum herbergi og Hlín er flutt niðrí bæ en hún átti að búa hjá fjölskyldu lengst útí rassgati. Hún fékk þó þær góðu fréttir að hún fengi HJÓL! Þeir sem þekkja Hlín vita að hún lét nú aðeins heyra í sér :) Algjör snillingur!!

Við skiptinemarnir höldum okkur mjög mikið saman. Hér eru Bandaríkjamenn, Finnar, Pólverjar, Svíi, Grikkir, Frakkar, Spánverjar, Indverji og örugglega einhverjar fleiri þjóðir sem ég er að gleyma.
Við fórum í afmæli á föstudaginn þar sem afmælissöngurinn var sunginn á fullt af tungumálum, rosalega flott!

Skólinn fór mjög hægt af stað. Við vorum bara í þýsku fyrstu 2 vikurnar og maður var alveg kominn með uppí kok á þýskri málfræði.
Við erum enn í þýsku núna, tvisvar í viku. Svo er ég í intercultural communication, introduction to marketing phsycology and consumer behaviour, personnel development og búin með international marketing. Þetta eru allt mjög skemmtilegir kúrsar. Við erum skyldug til að vera í þýsku og svo þurfum við líka að taka þýska sögu frá 1945 sem er kennt 3 föstudaga.
Við gátum valið úr fullt af fögum úr business, business & law og businessphsycology og mörg hver mjög spennandi. Ég vissi ekki að það væri til braut sem héti businessphsycology en þarna sá ég bara öll uppáhaldsfögin mín samankomin. Þetta eru svona HR-management, personnel phsycology og consumer behaviour og svona. Engar tölur og leiðindi. Ég verð bara að segja að ég er mjög fegin að vera ekki í leiðindar fjármálafögum núna.
Ætli ég láti þetta ekki duga í bili.
  ¶ 9:16 f.h.
  Þá er stelpan loksins búin að henda upp bloggi en það er búið að standa til nokkuð lengi. Ég hef bara verið svo hrædd um ég geti þetta ekki ein því Marta var náttla svo brilliant skemmtilegur "meðbloggari"  ¶ 8:39 f.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger