Gonnzublogg
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
  Tónleikareynsla
Ég fór að spá í­ því­ þegar ég fór að reyna að meta hversu góðir Justin Timberlake tónleikarnir voru og þá áttaði ég mig á því­ að ég hef eiginlega engan raunhæfan samanburð. Ég fór mest á tónleika þegar ég var 15-16 ára, man eftir að hafa farið á Pepsí­tónleikana, Rage against the machine, Prodigy og Ash. Rage against the machine voru mjög skemmtilegir... það var fyrsta sinn sem ég "datt í´ða". Ég, Sunna, Anna Lydía og Íris Dögg vorum saman með 1 vodgapela og urðum alveg svaaaakalega hressar sko. Ég man að Sunna var að passa daginn eftir og ég fór til hennar og við vorum að telja hversu marga stráka við kysstum (það verður ekki uppgefið). Alveg að lifa sig inní­ tónleikana eða þannig!!
Prodigy tónleikarnir voru alveg eyðilaggðir fyrir mér þar sem "frakkinn minn" (10.bekkjar frakklandsvinafélagið) reddaði sér miða og tróð sér með... gvööööð hvað hún var leiðinleg. Ég reyndi að losa mig við hana í­ "dauðaherbergið" því hún sagðist vera svo þreytt en alltaf kom hún aftur!

Tillögur til úrbóta
Fara á tónleika með Bon Jovi, U2, Alanis Morisette, Pearl Jam, Britney Spears (hei.. flottir dansarar maður).
  ¶ 11:02 e.h.
  Femilet
Uppgötvaði þetta ótrúlega nærfatamerki Femilet í Köben um helgina í Magasin de Nord (hvernig sem það er skrifað) og ég gat bara ekki valið á milli, það pössuðu bara allir og ógisslega flottir. Þær sem nota D-skál skilja mig mjög vel því það er eins og flest fyrirtæki framleiði bara uppí C. Ég hef t.d. ekki getað nýtt mér þessi kjaratilboð í C&A og H&M því ef skálin er komin upp fyrir C þá er það einhver sérdeild sem amma myndi meira að segja fussa yfir. Allavega þá gekk ég út alsæl með 4 nærfatasett þótt ég hafi greitt 24.000 fyrir (smá hjálp frá momy...takk mamma mín
  ¶ 8:09 e.h.
  Jólatónleikar
6. desember er Gunnhildur að fara að syngja á jólatónleikum hér í Þýskalandi ásamt stöllum sínum Liisu og Liisu frá Finnlandi. Önnur Liisan er alveg að stjórna þessu og það á sko ekkert að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur... nei það á sko að syngja Ave María og Heims um ból, á þýsku, ensku, finnsku og íslensku! Fyrsta æfingin var heima hjá mér áðan og Mein Gott hvað þetta á eftir að taka langan tíma. Við vorum sko alls ekkert góðar.... það er allt sungið þríraddað svo maður þarf að vera mjög einbeittur af sinni rödd. En tónleikarnir eru eftir rúma viku og það verða nokkrar æfingar þangað til.
  ¶ 8:03 e.h.
  Könnun
Þá er könnuninni um "Mörtublogg" lokið. Alls voru 29 atkvæði greidd og þau féllu þannig:
Já vei vei Marta er svo sniðug stelpa -> 27,59%
Já Marta plís byrjaðu að blogga -> 44,83%
Já ekki spurning -> 13,79%
Marta who?? -> 13,79%

Eins og við sjáum þá er um afgerandi niðurstöðu að ræða og er það því hér með ákveðið að Marta byrji að blogga!

Nú er hins vegar komin inn ný könnun og hvet ég ykkur til að velja ykkar stjörnu. Ef hún er ekki hér og þið viljið koma nafni hennar á framfæri þá megið þið nota kommentakerfið til þess!
Góða skemmtun góða fólk  ¶ 11:37 f.h.
  Idol æði
Mamma afhenti mér 4 nýja Idol þætti um helgina og við stelpurnar horfðum sko á þá alla í gær. Guð hvað er skemmtilegt að horfa á þetta. Ég var búin að horfa á flesta á tónlist.is en það er auðvitað allt öðruvísi að sjá þetta með kommentum dómaranna. Þorvaldur Bjarni er nú eiginlega uppáhaldið okkar stelpnanna, Sigga er voðalega sammála eitthvað eins og hún hafi ekki hugmynd um hvað þetta snýst og svo er Bubbi alveg óþolandi leiðinlegur finnst mér. Hann heldur að hann sé bara svo æðislegur og klár og þarf alltaf að tala 5x lengur en allir aðrir! Ég hefði viljað sjá Jakob Frímann og Röggu Gísla í stað Bubba og Siggu en það er bara mitt álit!!

Það lá við að Hlín þyrfti áfallahjálp í gær þegar Helgi sagðist eiga kærustu. Hún var að reyna að sannfæra sig um að þetta hefði hvort sem er ekkert gengið því hann er bara 18 ára , for crying out loud en hún átti voðalega bágt. Við Unnur reyndum að stappa í hana stálinu... Hlín mín það eru fleiri fiskar í sjónum... Hann er hvort sem er ekki nógu góður fyrir þig!!

En hver á eftir að sigra þessa keppni??
Ég spái því að Helgi, Tinna Marína og Anna Katrín eigi eftir að berjast um toppsætið. Þessi Vala er samt líka algjör snillingur!! Hún fór svoldið í mínar fínustu fyrst en svo er hún sko þvílíkt búin að vinna á. Veit samt ekki alveg hvort hún sé tilbúin að verða Poppstjarna.
Ég er bara strax farin að hlakka til föstudagskvöldanna heima hjá Írisi og Kristjáni.  ¶ 11:14 f.h.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
  Köbenhavn
Helgin var hreint út sagt frábær. Lögðum af stað uppúr hádegi á föstudaginn til Kóngsins Köben, tókum ferjuna milli Puttgarden og Rödby og vorum komin uppá hótel um 17. Þar biðu mamma og pabbi spennt eftir að hitta okkur og það var alveg frábært að sjá þau aftur. Ég hélt reyndar að það yrði skrýtnara þar sem ég hef ekki hitt þau í 3 mánuði þau eru bara alveg eins. Mamma reyndar búin að láta klippa sig öðruvísi en hún Halla hjá Herði var sko nýkomin frá sýningu í London þegar hún klippti gömluna. Ég skal sko segja ykkur það!!! Manni myndi nú ekki leiðast að vera klipptur eftir glænýjustu tískunni.
Áttum annars mjög góðar stundir saman. Laugardagurinn fór í búðarráp með mömmu og á meðan tengdust tengdasonurinn og tengdapabbinn yfir Julebryg og fótbolta. Á Sunnudaginn fórum við svo í Christianiu og Nyhöfn og sáum líka litlu hafmeyjuna þeirra Dana. Það voru svo tekin regluleg julebryg stopp í gönguferðinni, ég held að þessi Juletuborg sé bara einn besti bjór sem ég hef smakkað. Allt var myndað fram og til baka en á sunnudagskvöldinu fór Jóhann snillingur að hreinsa til í minninu á vélinni og eyddi út öllum fínu myndunum sem við höfðum tekið í Köben. Ég reyndi að vera ekki reið en það var mjög erfitt!! Í heimleiðinni keyrðum við sko aftur sérstaklega að litlu hafmeyjunni og Nyhöfn svo ég gæti tekið nýjar myndir þar.
Þegar við vorum búin að tékka okkur út ætluðum við að henda farangrinum í Silfurskottuna sem var í bílastæðahúsi fyrir neðan og rölta uppá Strik en þá fór hún að vera með einhverja stæla... fjarstýringin var ekki að virka og ekki samlæsingin sjálf heldur. Haldiði að ég hafi ekki verið álíka snillingur og kallinn og skilið ljósið í bílnum eftir kveikt og það varð bara hennar bani í smátíma. Bílastæðavörðurinn var svo góður að gefa skottunni straum og þá kviknaði líf í henni aftur.
Tusund tak mamma og pabbi fyrir æðislega helgi!
  ¶ 10:45 f.h.
  Justin Timberlake
Vá hvar á ég að byrja?? Hvernig get ég komið þessu í orð??
Þetta var náttla bara frábærlega gaman. Hann er flottastur og það er bara ekkert múður með það! Black eyed piece hituðu upp og náðu upp þrusustemningu í salinn. Þeir enduðu á því að spila fyrstu hljómana í Where is the love og það ætlaði allt að verða vitlaust en svo bara búið! Aðalgæinn var næstur á sviðið!! Did you come here to party with Justin Timberlake öskruðu þau og salurinn svaraði hátt og skýrt fyrir sig!! Við þurftum að bíða í ca hálftíma eftir gæjanum en það var fljótt að líða! Fyrst komu hljóðfæraleikarnir á svið og hver af öðrum byrjaði að spila við háværar undirtektir. Næst komu dansararnir og sýndu frábæra takta. Svo loksins sáum við á risaskjánum að JT var að ganga í áttina að sviðinu og svo var ljósinu beint að honum. Þarna var hann þá holdi klæddur, ótrúlega raunverulegur. Bara alveg eins og þú og ég nema hvað..... alveg ískyggilega huggulegur. Hann tók fullt af lögum eins og Rock your body, Cry me a river, Senorita, Gone og fullt fleiri og Like I love you eftir uppklappið. Í seinnihlutanum komu svo Black eyed piece aftur á sviðið og tóku Where is the love með JT. Ég hélt að þakið færi af húsinu. Eins og ég er komin með mikið ógeð af þessu lagi þá verð ég bara að viðukenna að ég missti mig alveg. Söng og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa.
Það var mjög flott show í kringum tónleikana. Mikill dans, flott ljósashow og eldingar og læti. Justin henti sér niður brunaslá, fór upp með krana og ég veit ekki hvað. Salurinn tók mikinn þátt í öllu, fékk að syngja og fá útrás. Við vorum í fínum sætum, bjuggumst ekki við að sjá nema depil á sviði en þetta sáum við allt. Ég tók ca 15 myndir (ussss....ekki segja neinum... það var nebbla bannað að taka myndir) en flestar eru ónýtar því það var svo mikil lýsing á sviðinu að ekkert sést. Ég hendi þeim inn við tækifæri.
Allavega... frábærir tónleikar.   ¶ 10:40 f.h.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
  Köbenhavn
Jaeja ta er tad bara köben a morgun. Eg kved i bili. Örvaentid ekki.... I´ll be back
  ¶ 11:38 e.h.
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
  Fleiri myndir
Henti líka inn nokkrum myndum að heiman þar sem ég er í svo fínu netsambandi hérna heima hjá Finnunum vinum okkar og þar er enginn Proxy server að bögga mann!! Þetta er bara eitthvað bland sem ég átti í tölvunni.   ¶ 10:13 e.h.
  Myndir
Var að setja inn nýjar myndir frá Prag
  ¶ 9:09 e.h.
  Könnunin gengið mjög vel og vil ég þakka ykkur kærlega fyrir kæru lesendur. Ég held að það þurfi ekkert að röfla meira í þér Marta mín... fólk vill sjá þig á Internetinu og greinilega ekki allir vegna þess hversu fyndin og sniðug stúlka þú ert heldur virðist vera vöntun á því að þú fáir almennilega útrás fyrir að tjá þig
  ¶ 8:38 e.h.
  Í næstu viku verður svona Thanksgiving hjá okkur skiptinemunum. Allir eiga að koma með einn matardisk... bara hvað sem er. Talaði við Naomi frá USA í dag og hún sagðist ætla að koma með Appelpie sem er auðvitað mjög ekta amerískt og sagðist ætla að senda ömmu sinni e-mail og biðja um góða uppskrift. Ég bara.. ömmu þinni e-mail (sagði reyndar: send your granma an e-mail) amma mín hefur aldrei kveikt á tölvu á ævinni held ég og hún er sko ekki á leiðinni að fara í tölvuskóla Íslands að læra það uppúr þessu! En jú... hún Naomi sagði sko ömmu sína alveg geta lesið e-mail en reyndar væri afinn svoldið klárari. Hann sér bara svo illa að hún þarf að senda meilið í 20 punkta letri. . Ég sé gamla kallinn alveg í anda að geta lesið 3 orð í einu á skjánum.
  ¶ 8:23 e.h.
  Guð minn góður.. hvurslags bull er þetta??? Maður talar aðeins þýsku, dönsku, spænsku og ensku auðvitað. En nei!!! ég á að tala ARABÍSKU!!
Arabic
Al-shurprais! You shudd speaq ARABIC `as al-
lankhu'adj.


What language are you supposed to speak?
brought to you by Quizilla

Sá þetta próf hjá Kristmanni sem b.t.w. er greinilega að verða pabbi ef marka má pistil hans. Gaman gaman :) Svo er Krumminn minn líka að verða pabbi þannig að það er bara allt að ske! Maður er aldeilis að heltast aftur úr lestinni!  ¶ 8:12 e.h.
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
  Könnun
Skellti inn smá könnun. Fyrst ég get ekki safnað undirskriftarlista þá verð ég að prófa þetta. Allir að taka þátt og láta sína skoðun í ljós. Maður velur bara einn valmöguleika og svo stendur mjög ljósum stöfum undir, vote now!
  ¶ 2:30 e.h.
  Hei það eru komnar nokkrar nýjar myndir  ¶ 1:23 e.h.
  Fyrsti kossinn
Ég heyrði fyndnustu og ógeðslegustu söguna af fyrstu kossreynslu ævinnar um helgina. Hann Timmy sem er skiptinemi hérna frá USA var 19 ára þegar hann kyssti í fyrsta skiptið. Hann hélt partý heima hjá sér og ein stúlka var svo ofurölvuð að hún lokaði sig af inná klósetti og faðmaði klósettskálina. Hann bankaði hjá henni og reyndi að fá hana út en allt kom fyrir ekki. Hann fór því inn til hennar og settist hjá henni þar sem hún lá oní klósettskálinni búin að æla á sig alla. Hún reis upp og greip í hann og kyssti hann hörkusleik og b.t.w. öll í ælu!! Hann fylltist algjöru ógeði greyið... ekki góðar minningar frá fyrsta kossinum þar!!

Ég man ennþá eftir þegar ég kyssti Einar Snorra fyrsta kossinn minn. Við höfðum hvorug farið í sleik áður svo það var bara galopnað munninn og troðið tungunni oní kokið á hvoru öðru.
Ég held barasta að mjög fáir eigi góðar minningu af fyrsta kossinum... eða hvað??
  ¶ 12:50 e.h.
mánudagur, nóvember 17, 2003
  Fyrirlestur í dag
Í dag hélt ég fyrirlestur um hegðun ferðamanna sem koma til Íslands. Fólk hlustaði með mikilli athygli og var mjög forvitið um Ísland. Það sem stakk þau þó mest var hversu ógeðslega dýrt allt er. Þau ætluðu ekki að trúa því að bjór kostaði 500-600 kall á bar.
Q: Drekkið þið þó nokkurn tímann?
A: Jú jú, ég fengi mér kannski ekki vínglas með pasta á miðvikudegi en um helgar drekkum við... og þá í miklum mæli. Tímum ekki að drekka nema mikið í einu því við viljum finna áhrifin.

Vá hvað við Íslendingar kunnum ekki að fara með áfengi. Það er frábært að geta fengið sér 1 vínglas á miðvikudegi með kvöldmatnum. En nei... við þurfum alltaf að klára flöskuna!
  ¶ 2:07 e.h.
  1 year anneversary
Já tíminn er sko fljótur að líða. Í dag erum við Jóhann búin að vera saman í 1 ár. Jibbí jei.... Jóhann vill þakka eigin skynsemi fyrir gengi sambandsins og ég held að það sé ekkert vitlaust hjá honu. Svona skapmanneskja eins og ég verður að hafa einhvern down to earth mann held ég luv u muffin
  ¶ 2:03 e.h.
  The check please
Þá erum við komin “heim” eftir FRÁBÆRA helgarferð til Prag.
Við rifum okkur eldsnemma á föstudagsmorgun og vorum lögð af stað klukkan 8.30 í ca 570 kílómetra langa ferð sem átti að taka um 6 tíma að keyra. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við 11 tíma á leiðinni. Við lentum í umferðarteppu, villtumst í 40 mínútur í leit að Mc´donalds, lentum í annarri umferðarteppu og eyddum svo tæpum 2 tímum í að keyra um Prag í svartamyrkri í leit að hostelinu. Jóhann greyið var fárveikur í maganum á leiðinni, heimsótti örugglega 6 klósett en ég mátti alls ekki keyra sko. En allt tók þetta enda og við hittum Billy, Liisu og Tim að lokum.
Það var ýkt skrýtið að keyra inní Tékkland. Landamærin voru uppá hárri hæð og það var allt mjög grátt um að lýtast og skítakuldi. Litlu tékknesku hórurnar létu það þó ekki á sig fá og stóðu þarna í vegakanntinum í mínípilsunum sínum. Á 3 kílómetrum sáum við líklega einar 20 hórur. Sumar voru þó svo skynsamar að vera í ullarjakka eða standa í gluggum og dilla sér seiðandi þegar bílar keyrðu framhjá.
Okkur leyst satt best að segja ekkert á þetta land fyrst en þegar við komum í Prag þá var þetta allt annað. Prag er svakalega flott borg, veðrið var yndislegt og verðið var sko ennþá yndislegra. Það kostar bara ekkert að lifa þarna. Við borguðum 3.300 kall fyrir okkur bæði 2 nætur á hostelinu en við 6 fengum íbúð með uppábúnum rúmum. Maturinn var líka hræódýr og stór bjór kostaði 80-200 ISK eftir því hvar við vorum og það var því mikið étið og drukkið!! Laugardagurinn fór bara í rölt um borgina, vorum mikið í “gamla bænum”, skoðuðum Charles brigde og fullt af minjagripabúðum. Það var hálfgerð klukkutímaregla í gangi... rölt í klukkutíma og svo fengið sér bjór. Við Unnur versluðum pínulítið eins og bambúsku, pashminu og strengjabrúðu og eitthvað fleira dóterí.
Við djömmuðum nú ekkert, á laugardagskvöldinu fórum við á mjög frægan Jazzbar sem heitir Reduta og það var virkilega kúl staður.
Setning ferðarinnar var án efa Can I have the Check please haha :) við gátum varla orðið beðið um reikninginn við hlógum svo mikið. Yes I will have the check right there in the blue sweater :)

Við vorum ekki nema 7 tíma á leiðinni heim sem er mjög gott!
  ¶ 11:49 f.h.
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
  Prag er málið
Nú er það ekkert kannski lengur... við erum að fara til Prag í fyrramálið og ég vil ekki fara seinna en 8. Maður verður nú að geta nýtt daginn eitthvað. Það eru ekki nema ca 570 kílómetrar þangað og silfurskottan er alveg anxious að keyra okkur þangað brummbrummm. Við reiknum með ca 6 tímum í keyrslu en svo verður kannski flóknara að finna þetta youth hostel. Já maður er ekkert að tapa sér í flottheitunum hérna.. það er bara gist í 8 manna herbergjum með allra þjóða kvikindum.
Það er bara eitt sem sem vantar við Prag ferðina og það er hún Hlín mín snúsulína. Hún þarf nebbla að fara í tíma á sunnudaginn og kemst ekki með. We will miss u honeybunny
  ¶ 1:26 e.h.
  Gunnhildur Vilbergsdóttir er dottin í það aftur
Svona hljómaði ein fyrirsögn eftir hana Mörtu á Sportkotssíðunni og það hefur gerst aftur og aftur já og aftur. Meira að segja núna þá er klukkan 14 og Gunnhildur var byrjuð að sturta í sig Sangríu og Grískum líkjör um hádegisbil og er orðin ansi hífuð haha. Það var nebbla Auslandsbörse í dag en það er svona dagur sem allir skiptinemarnir eiga að kynna sitt land og sinn skóla. Við vorum með harðfisk og FULLT af sælgæti. Svo það var dottið í það á marga vegu!! Við ætluðum að fá brennivín líka en hættum við því við bjuggumst ekki við að neinn myndi vilja drekka svona snemma dags huhumm... Allavega... harðfiskurinn fékk misgóðar undirtektir, sumum fannst hann mjög góður á meðan aðrir tóku stóran sveig kringum borðið okkar því lyktin var gríðarleg!!
  ¶ 1:14 e.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger