Gonnzublogg
þriðjudagur, desember 30, 2003
  Gamlárskvöld
Á morgun er gamlársdagur, ótrúlegt en satt. Ég ætla að vera hjá Jóhanns fjölskyldu í mat í Árbænum en þar eru alltaf ca 40 manns saman komin og mikið stuð. Mamma var ekkert alltof sátt þar sem Skúli ætlar að vera hjá kærustunni í bænum. "Það er alltaf voða stuð hjá öllum nema okkur"... haldið þið nokkuð að ég hafi átt að fá samviskubit??
Ég get ekki sagt að ég sakni þess að vera í Keflavík um áramótin. Maður hefur alltaf verið með gífurlegar væntingar til þessa kvölds og svo gerist ekki neitt!!
  ¶ 10:35 e.h.
  Silfurskottan komin
Djöfull keypti ég mikið af drasli í útlöndum!! Fataskápurinn minn er svo troðinn núna og á meðan ég var að "unpakka" tautaði ég upphátt "Ég vildi að ég ætti íbúð" í veikri von um að pabbi drægi upp ávísanaheftið og gæfi mér ávísun uppá tjahhh... 13 millur eða svo.
  ¶ 10:22 e.h.
mánudagur, desember 29, 2003
  Frohe Weihnachten liebe Freunde!!
Ég álasa ykkur ekki ef þið eruð hætt að kíkja í heimsókn til mín en ég hef bara ekki fengið köllunina yfir mig og svo er tölvan hans Skúla búin að vera í einhverju fokki og ég kann ekki að tengja þráðlausa netsambandið við mína tölvu. Honest!!
Ég er hins vegar búin að vera að vinna eins og brjálæðingur frá því ég kom heim svo ég vænti góðrar summu á miðvikudaginn JIBBÍÍÍ!!
Jólin voru yndisleg hjá mér en ég fékk að prófa hvernig það er að vera bara í hlutverki þiggjandans. Gunnhildur og Jóhann fengu nefnilega ekki litlu silfurskottuna eins og helv$#%$# fíflin hjá Atlantskip voru búin að lofa og burrinn er ekki enn kominn í hendur mínar. Ég fæ hann víst á morgun. Fíflin þarna ákváðu nebbla að senda bara skipið frá Esbjerg 13.des (daginn eftir að ég kom með hann) í stað 17.des án þess að láta Kóng né Prest vita (ég er sko Kóngurinn:) og ég var alveg laðurbandbrjál froðufellandi í símann þegar þjónustufulltrúinn tilkynnti mér þetta. Skipið kom í gær með burrann en ég fæ að sækja hann á morgun. Ég hlakka svo til...... verst að hann er troðfullur af drasli og herbergið mitt er svo troðfullt nú þegar.
Ég ætla að reyna að skrifa fljótlega aftur... bis später
  ¶ 11:33 e.h.
mánudagur, desember 15, 2003
  Ein spurning
Hvað ætla Bandaríkjamenn eiginlega að gera við Saddam Hussein??? Hvað mynduð þið vilja að gert yrði við hann?  ¶ 9:36 e.h.
  Gamla rútínan
Maður er ekki lengi að detta í sitt gamla far. Ég var mætt í Perluna um 8 í morgun og svo beint í Pulsuvagninn að vinna og var bara að koma heim. Mér fannst alveg frábært að mæta á vagninn eftir langar pásu, skellti á mig svuntu og jólasveinahúfu og settist ekki niður í allan dag. Það er svo skemmtilegt við þessa vinnu að maður hittir svo marga. Það koma jú ALLIR á Villabar.
Ég er ekki frá því að ég sé að komast í rosa jólaskap. Það er svo gaman að vera fyrst að heyra íslensku jólalögin rétt 10 dögum fyrir jól, maður er vanalega komin með ógeð af þeim á þessum tíma. Ég held ég verði að vinna alla daga allan daginn fram að jólum svo lífið mitt verður ekki mjög fjölbreytt. Jóhann er líka að vinna á fullu hjá Símanum í Kringlunni svo það verður bara skírlífi fram að jólum held ég.  ¶ 9:25 e.h.
sunnudagur, desember 14, 2003
  Afmæli
Hún Vala vinkona mín á afmæli í dag, 26 ára litla hnátan. Hún er á lausu strákar mínir. Hver er ekki að leita sér af svona ekta sveitapíu eins og henni Völu?? Æðislega vel af guði gerð í alla staði, menntuð Blönduósarpía sem starfar sem lögga í hlutastörfum. Just call me guys, I´ll make it happen :)
Til hamingju með daginn dúllan mín og megir þú skokka á marga veggi í framtíðinni!!  ¶ 2:45 e.h.
  Home sweet home
Þá er ég loksins komin heim. Áttum frábæran dag í Köben, verslaði mér geggjaða skó og Jóhann verslaði sér jakkaföt. Um kvöldið hitti ég svo Önnu Pálu og Sigrúnu sem var mjög gaman, takk fyrir samveruna stúlkur mínar. Við mættum svo eldsnemma á flugvöllinn en þá þurfti endilega að vera 2ja tíma seinkun. Við vorum því ekki lent heima fyrr en klukkan 16 og mamma sem var búin að bjóða í "welcome kaffi". Gestunum var eiginlega hent út fljótlega því pulsuvagnspíurnar komu klukkan 18. Við fórum svo á jólahlaðborð í Stapanum, borðuðum guðdómlegan mat og drukkum guðsveigar með, svo voru Arnar Dór "Idoltröll" og Stebbi Hilmars og Guðrún Gunnars að skemmta. Mamma varð eitthvað voða sentimental þegar Arnar Dór söng Smile og byrjaði að snökta og eins og einhver vitleysingur. Ég verð að segja að ég var nú hrifnari af Stebba og Guðrúnu en þau voru alveg æðisleg, tóku gömul lög með Ellý og Villa Vill. Við Þóra og Sigrún fórum á DUUS eftir hlaðborðið þar sem hljómsveitin Mát var að tjútta og þeir voru alveg geðveikir. Ég lenti auðvitað á tjatti við meðlimina eftir ballið og er nú með símanúmerið hjá einhverjum Gumba (Gummi umbi) í símanum mínum því þeir voru alveg sjúkir í að fá að spila á Bifröst. Ég lofaði að gera það sem í mínu valdi stæði. Heyrðu svo hitti ég Þóri Þorsteins, Kalla, Ingimund og Jóhann Friðrik eða HERRA ALHEIM eins og þeir félagarnir kalla hann :D Það er alltaf jafn fyndið að hitta þá. Kalli fór uppá svið að "syngja" með hljómsveitinni en þetta var svona svipað og í 9unda bekk þegar hann söng Alive í Holtavision haha. Djammið var flutt yfir á Casino en ég stoppaði stutt þar enda ógeðisbúlla.

Það er rosalega gott að vera komin heim. Yndislegt að knúsa Írisi og Söru í gær og svo auðvitað Mörtu mína. Marta vertu nú dugleg að læra undir prófið, bannað að hanga mikið á netinu!!!
Nú ætla ég að fara að segja þetta gott þar sem það er að byrja heimildarþáttur um Hljóma í sjónvarpinu veivei! Svo fer Jói að koma en við ætlum að skella okkur á jólasveifluna hjá Kirkjukórnum.
  ¶ 1:19 e.h.
miðvikudagur, desember 10, 2003
  Ég varð bara að deila því með ykkur að við fáum að hafa orðabók með okkur í þýskuprófinu á morgun... Algjör snilld!!  ¶ 8:51 e.h.
  Áætluð brottför...Fimmtudagur kl:1400
Þá er búið að pakka öllu og TROÐA í litlu silfurskottuna.... bara ready to go! Íbúðin var nú svo drulluskítug þegar við fengum hana en maður er svo vanur "Ebbustaðlinum" að ég skrúbbaði vel allt og passaði mig á að skilja nú ekki kísil eftir... mjööög mikilvægt kæru vinir.
Nú sitjum við í Headquarters í hinsta skiptið að drekka síðustu bjórana... snökt snökt.. ef það er ekki bara erfiðara að kveðja bjórinn og lífernið en nýju vinina... já svei mér ef ekki!!
Þetta ætla ég allavega að láta vera minn síðasta pistil frá Þýskalandi, ég sé til hvort ég nenni að halda áfram að blogga þegar ég kem heim.
Until next time my friends
Auf Wiedersehen
  ¶ 8:01 e.h.
  Loksins komst ég inn á Blogger!!
Herre gud.. ég er bara að fara héðan á morgun, trúið þið því?? Fjögurra mánaðar dvöl í Lüneburg liðin. Ég get ekki sagt annað en ég hlakki svakalega til að koma heim.
Við Jóhann fórum í bæinn í gær og kláruðum jólagjafakaupin. Ég var reyndar búin en Jóhann átti allar eftir, hann er nú ekki að stressa sig á hlutunum þessi elska. Við versluðum auðvitað einhverjar gjafir handa okkur sjálfum líka, maður fær náttla alltaf flottustu gjafirnar frá sjálfum sér.
Það var svo síðasta Stamtischið í gær, síðasta tækifærið til að kveðja krakkana. Það var mikið fjör þar, ég lenti í hörkusamræðum við hann Pawan sem er Indverji um samskipti karla og kvenna. Hann var barasta steinhissa á því að við Jóhann hefðum aldrei slegist! Hann sagði að pör yrðu bara að slást, það væri svo hollt. Ég hélt að hann væri nú bara að ruglast á því að slást og rífast en ónei!! Kærastan hans klóraði hann sko oft.... ég sagðist bara klóra Jóhann during sex Svo fannst honum alveg fáranlegt að við værum bara búin að vera saman í ár, hélt að við værum búin að vera saman í 4-5 ár allavega. Það hlýtur að vita á gott.
Ég veit ekki alveg hvernig aðdragandinn var.. en allavega þá fórum við Pawan í sjómann sem var mjög fyndið. Það voru allir að hvetja mig áfram en ég tapaði mjög naumlega. Hefði örugglega unnið hann ef ég hefði verið búin að lyfta eitthvað :) Hann titraði allavega eftir á haha.
Það var ekkert erfitt að kveðja krakkana en maður vissi ekkert hvað maður átti að segja. Ég veit að fullt af þessu fólki á ég aldrei eftir að hitta aftur og ég tók bara Mörtu á þetta: Have a nice life!!   ¶ 2:00 e.h.
mánudagur, desember 08, 2003
  Indland og reykingar
Við stelpurnar vorum að fara í indverska eldunarkennslu í gær þegar við fengum hringingu um að tengdafaðir "kennslukonunnar" hefði dáið. Það var ekkert við því að gera en við höfðum hlakkað lengi til.
Við ákváðum bara að gera gott úr þessu og skelltum okkur á Café Central í kvöldmat. Við ræddum mikið um reykingar og þá sérstaklega sem snérist að okkur saklausu fórnarlömbunum sem verðum fyrir barði óbeinna reykinga og reykingar óléttra kvenna, það er bara ekkert ósmekklegra. Svo eru Finnar víst að verða eins og Njújorkar, engar reykingar á börum og veitingastöðum... Unnur: Það eru bara sjálfsögð mannréttindi okkar sem reykjum ekki að reykingar verði bannaðar á veitingastöðum og börum! Ég tek undir það.
Ég var að lesa það einhversstaðar að sígarettupakkinn eigi að hækka í 700 kall um áramótin. Ég segi bara ef það fær fólk ekki til að hætta... hvað þarf þá til?? Það er líka alveg merkilegt að fólk sem á engan pening á alltaf fyrir sígó!
Lengi lifi Þorgrímur Þráinsson!!  ¶ 10:49 f.h.
sunnudagur, desember 07, 2003
  Connected to : HEADQUARTERS
Signal strenght: Excellent

Þá er ég mætt í “félagsmiðstöð skiptinema”. 4 skiptinemar sem búa saman og eru með þráðlaust netsamband. Hér höngum við oft daginn út og daginn inn. Það eru þó ekki margir svona dagar eftir en það er gott að vita til þess að það er víst komið þráðlaust netsamband á Norðurvöllum 32.
Ég var bara góð stelpa í gærkvöldi. Fór til Unnar þar sem Hlín var fyrir og við horfðum á Ford Farlane sem Unnur hafði keypt á DVD og Guð minn góður hvað hún var léleg. Með fullri virðingu fyrir þér Unnsa mér þá voru þetta án efa hræðileg kaup. Jói kíkti út með krökkunum en kom heim um 3 leitið, þau voru víst að drekka til 10 í morgun.
  ¶ 1:32 e.h.
laugardagur, desember 06, 2003
  Kvöldið
Krakkarnir ætla að kíkja út á lífið í kvöld og strákarnir eru búnir að vera að drekka bjór síðan klukkan 5. Ég er svo ekki að nenna út á djammið en þetta er síðasta laugardagskvöldið hérna og let´s face it... ég hef ekkert annað að gera. Sendi Unni sms áðan til að kanna hvort hún ætlaði út. Fékk svar til bara: Held ég treysti mér ekki, búin að vera ónýt í dag. Svona fer fyrir þeim sem reykja á fylleríum Unnur mín. Ég er löngu búin að læra þetta... 2-3 smókar=heavy þynnkudagur.
Ég væri alveg til í að fara á Stuðmenn á Nasa í kvöld!  ¶ 7:44 e.h.
  Vissir þú að..........
...Coca-Cola var upprunalega grænt
...tungan er sterkasti vöðvi líkamans
...TYPEWRITER er lengsta orðið sem hægt er að gera með því að nota aðeins eina röð lyklaborðsins
...konur blikka nærri helmingi oftar en karlar
...þú getur ekki drepið þig með því að halda niðrí þér andanum
...það er svínum líkamlega ómögulegt að horfa uppí himininn
...krókódíll getur ekki sett tunguna út
...snákur getur sofið í 3 ár
...fiðrildi finna bragð með fótunum
...fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað
...tannlæknir fann upp rafmagnsstólinn
...kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunni
...flest börn fæðast á þriðjudögum  ¶ 6:07 e.h.
  Var að henda inn nokkrum myndum frá gærkveldinu.
  ¶ 4:41 e.h.
  Kazaa lite
Veit einhver hvort maður þurfi að borga fyrir Kazaa lite núna?? Ég er búin að vera að reyna að nálgast forritið á www.kazaalite.tk/ en finn það ekki þar. Svo á www.k-lite.tk/ þar er ég bara rukkuð. Hjálp vel þegin.
  ¶ 3:42 e.h.
  Djamm og háski
Grill-/afmælispartýið heppnaðist svakalega vel í gær. Það var svoldið kalt en það er víst kominn desember svo það er nú ekkert skrýtið. Partýið var flutt inn eftir matinn og það var mikið fjör... ekki hægt að segja annað. Þar sem þetta var eiginlega lokapartýið, svona við öll saman þá sungum við Liisurnar You´ve got a friend, tvíraddað, fyrir alla krakkana, svona kveðjulag. Ég get ekki annað sagt en að undirtektirnar hafi verið frábærar. Svo voru tveir strákar með videokameru inní einu herberginu og þar áttu allir að segja svona kveðjuorð. Þetta verður síðan brennt á disk sem við fáum öll, ótrúlega sniðugt.
Nágrannarnir sendu lögguna á okkur klukkan fokkings 11 svo við fórum á Garage, svona diskótek og vorum þar til 5 held ég. Þegar við Jóhann stigum út úr leigubílnum munaði klofnuðu píkuhári að ég lenti fyrir bíl. Ég var á leið yfir götuna í hægindum mínum að setja afganginn í veskið mitt þegar ég sá bara bíl 3 metra frá mér á geðveikum hraða og ég náði að forða mér undan honum. Bílstjóranum brá svo að hann negldi niður og snerist í heilhring á götunni. Ég bara SHIT!! Heyrðu... kallinn bara rauk út alveg brjálaður, öskraði á mig einhver hræðileg orð á þýsku og ég sagði bara Enschuldigung!! Jóhann aftur á móti brást ekki alveg eins við... hann rauk á kallinn og sagði honum að hafa augun á veginum og svo byrjuðu þeir að hrinda í hvorn annan og ég reyndi að draga Jóhann í burtu. Ég sver það ég hef aldrei séð hann svona brjálaðan. Ég tosaði í jakkann hans en þá bara klæddi hann sig úr honum og hélt áfram að æða í kallinn eins og einhver brjálæðingur. Ég þurfti bara að taka massataktana á hann til að draga hann í burtu. Já það eru sko engin smá ævintýri hér í Þjóðverjalandinu.  ¶ 2:33 e.h.
föstudagur, desember 05, 2003
  Afmæli
Skólinn minn á afmæli í dag!! Til hamingju elsku Bifröst með 85 ára afmælið. Ég vildi óska að ég gæti verið hjá þér til að samgleðjast þér á þessum merka degi. Ekki bara vegna þess að fólkið sem er hjá þér núna er svo frábært heldur líka af því þú ert að bjóða uppá fokkings FRÍTT áfengi!! ARRRGGG það er nú ekki oft sem tækifæri gefast til að drekka uppí skólagjöldin og nú loksins þegar það er til staðar þá þarf ég að vera í Þýskalandi borgandi heilan 100 kall fyrir bjór. Hvar er sanngirnin... hvad er livet fru Stella!!!!

Jæja... það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda, heldur skal safna liði. Já ég er nebbla að fara í stórt afmælispartý hjá Juha í kvöld, útigrillpartý þar sem ég ætla að drekka sorgum mínum blindfullum. Nú ætla ég að fara að hætta að nördast á netinu og koma mér niðrí bæ... þarf að kaupa mér hárlit og svona.. meira að segja Jóhann er farinn að spurja hvort ég ætli ekki að fara að lita á mér hárið. Sauðsliturinn er ekki alveg að gera það fyrir hann.
  ¶ 1:07 e.h.
  Shoppingtrip
Við Hlí­n fórum í jólagjafaleiðangur til Hamborgar eldsnemma eftir djammið. Hlí­n var svosem ekki að fara að versla mikið en hún reyndist mér vel sem burðardýr. Ég verslaði jólagjafir handa mömmu, litlu frænkunum og Mörtu og svo fann ég mér flotta teinótta dragt í­ H&M Á tæpan 7000 kall sem ég ætla að nota á jólunum og geðveika asic íþróttaskó
a tæpan 8000 kall. Ég sá þá­ í Karstadt Sport á 117€ en þeir voru ekki til í­ mí­nu númeri, Gott sei Dank segi ég nú bara því ég fann þá svo í­ Intersport á 85€. Svo keypti ég lí­ka tvennar leikfimisbuxur og fleiri jólagjafir handa mér. Það verður sannkölluð Barbie stemning hjá litlunum um jólin, ég talaði við Kristí­nu Ölfu í sí­mann á afmælinu hennar og hún sagðist mest af öllu í­ heiminum vilja barbiehöll í jólagjöf. Stóra frænka ætlar nú ekki að vera alveg svo grand á því en þær fá eitthvað barbiekyns­.
Á lestarstöðinni lenti ég svo í því­ skemmtilega atviki að hraðbanki gleypti kortið mitt. Nei ég gleymdi ekki númerinu mí­nu heldur bara drap bankinn á sé þegar hann fékk sjóðheita kortið mitt. Þjóðverjarnir eru náttla ekki beint hjálplegasta fólk jarðarinnar, það gat enginn hjálpað aumingja mér svo ég bara skildi við Hamborg debetkortalaus og verð að notast við VISA í viku.
Hei ég keypti líka ýkt flotta Puma stuttermaboli á okkur Jóhann á tilboði; 2 á 2500 kall. Hann fékk rauðan og ég fékk mér ljósbláan. Hann var rosa ánægður þegar ég sýndi honum bolinn hans en ýkt hneykslaður yfir að ég hafi keypt mér alveg eins, bara bláan. Hann bara.. ætlarðu ekki bara að kaupa líka alveg eins apaskinnsgalla á okkur og svo bara út að labba!!
  ¶ 12:17 e.h.
  Djamm djamm
Á miðvikudaginn bauð Hlín mér, Jóhanni, Juha og Mariolu í pulsupartý. Hún átti nebbla íslenskar SS pulsur, myllubrauð, valstómatsósu og SS sinnep. Svo voru laukarnir og remolaðið héðan. Og nammmmm þær voru svo góðar. Svo brögðuðust þær ótrúlega vel með 5 lítra fötu julebryginu frá Danmörku. Við stútuðum auðvitað fötunni og fórum svo á P-bar þar sem það var tequila night (staupið á 70 ÍKR) og drukkum örugglega 4-6 staup á mann. Næst fórum við á Hemingways þar var dúndur góð tónlist og við dönsuðum alveg fullt. Eitt skiptið þegar ég fór á barinn lenti ég á kjaftatörn við einhverjar þýskar mæðgur.. ég var nú búin að minnast á það hvað ég er ógisslega góð í þýsku þegar ég er drukkin.. og mér fannst ekkert smá gaman þegar þær voru alltaf að hrósa þýskunni minni... ég var alveg í skýjunum yfir öllum þessum hrósum :). Ég fór svo að sjá það að kellingin var alveg snargeggjuð, hún vildi endilega sýna mér hvað dóttir sín væri með flott tattú útum allt og lokk í naflanum og svona. Ég bara.. já eicht geil! Guð minn góður.. hvað er ég búin að koma mér útí. Svo vildi kellingin endilega fá símanúmerið mitt á Íslandi ef hún skildi nú koma til Íslands einhvern daginn. Ég skrifaði nafnið mitt á einhverja servéttu og svo bullaði ég eitthvað bandvitlaust símanúmer. I´m going straight to hell! Þessar mæðgur minntu mig óneitanlega á mæðgur sem ég þekki heima sem djamma oft saman og mamman getur verið létt geggjuð þegar hún dettur í'ða! seigiggimeir seigiggimeir
  ¶ 11:45 f.h.
miðvikudagur, desember 03, 2003
  Steinar pabbalingur
Þið verðið bara að kíkja á síðuna hans Steinars. Þar er hann búinn að skrifa svokallaða fæðingarsögu um frumburð sinn og Helgu sinnar og mynd og allt. Hver annar en Steinar myndi skrifa svona krúttlegt... Já við Sportkotlingarnir ólum hann sko vel upp
  ¶ 3:50 e.h.
  Ég og Hljómar
Minn helsti veikleiki er íslensk tónlist held ég. Hljómar eru mjög ofarlega á listanum mínum yfir uppáhaldshljómsveitir en þar á eftir koma listamenn eins og Villi Vill, Magnús Eiríksson, Bjöggi og fleiri. Held ég sé bara ekki fædd á réttum tíma.
Anyhow... þá hef ég aldrei farið á ball eða neitt með Hljómum sem mér þykir alveg svakalega miður. Ég hef alltaf verið eitthvað upptekin þegar þeir eru að performa. Svo núna eru Hljómar að spila með gamla kórnum mínum, Kirkjukór Keflavíkur nefnilega og ég er föst útí Þýskalandi. Þetta er bara ekki sanngjarnt.
Daginn eftir að ég kem heim er Jólasveiflan í kirkjunni og þangað ætla ég sko að fara og hvet ykkur til að gera hið sama. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Jóhann kom með mér í fyrra og hann vissi bara ekki hvert hann ætlaði þegar Rúnni Júll gekk inn kirkjugólfið eins og kóngur syngjandi Haleeelúja og allir stóðu upp og klöppuðu og dilluðu sér. Hann bara ó mæ kræst... er ég komin á messu hjá Krossinum eða!!
  ¶ 11:33 f.h.
  Afmæli
Tvær dömur sem eru mér mjög kærar eiga afmæli í dag.
Hún Sigrún Dögg vinkona sem er í Köben núna í meistaranámi... ótrúlega dugleg og klár stelpa, er 24 ára (hei strákar hún er á lausu...) og daddaradaddaradaaaa Kristín Alfa litli dúlluspaðinn minn er 5 ára í dag.
Til hamingju með daginn báðar tvær. For she´s a jolly good fellow, for she´s a jolly good fellow, for she´s a jolly good feelooooow... And nobody can deny!
  ¶ 11:02 f.h.
þriðjudagur, desember 02, 2003
  Átti gott spjall við Ólöfu Dögg áðan og við ákváðum að hittast yfir kakóbolla á laugarveginum þegar ég kem heim. Ég hlakka svo til.... ég hlakka alltaf svoooo til!
Ohhh... ég var einmitt að segja það við Unni og Signýu áðan að ég sakna þess að heyra íslensk jólalög.
  ¶ 3:21 e.h.
  Jólagjafir
Af hverju get ég ekki bara farið útí búð og keypt jólagjafirnar? Ég er búin að skoða ótrúlega margt handa 3ja og 5 ára frænkum mínum en er ekki enn búin að ákveða hvort ég eigi að gefa þeim föt eða dót. Þeim finnst auðvitað skemmtilegra að fá dót en á móti kemur að barnadeildin í H&M er ómótstæðileg. Verst að ég er ekki milljónamæringur þá gæfi ég þeim allan heiminn.
Svo eru það mamma og pabbi. Það er alltaf svo erfitt að finna góðar gjafir fyrir þau. Ég veit ekki hversu oft ég hef gefið pabba hestavetlinga og mömmu náttkjól og bodylotion. Góðar hugmyndir er ógisslega vel þegnar. Hvað gefur maður foreldrum eiginlega sínum í jólagjöf??
Skúli er svolið erfitt target. Ég þori varla að kaupa á hann föt því hann verður alltaf að velja fötin sjálfur. Hann langar ekki í neina DVD mynd og á 10 rakstpíra.
Ég held ég sé búin að ákveða Sif, Adda og Mörtu. Þau verða vonandi ánægð.
Síðast en ekki síst er það hann Jóhann! Ég er búin að finna hundrað gjafir fyrir hann en get ekki valið.
Nú þarf ég bara að hætta að skoða og velta mér uppúr hlutunum og fara út í aðgerðir. Maður er bara alltaf svo hræddur um að þegar maður er búinn að kaupa þá sér maður eitthvað hentugra!

Svo er það annað... Bíllinn átti að fara 13.des frá Esbjerg en siglingunni hefur verið frestað til 17.des og getur tekið uppí 6 daga. Þetta þýðir að hann kemur kannski 23.des og þá næ ég varla að senda pakka norður. Kannski að ég kaupi bara gjafir sem ég kem þægilega fyrir í 15 kílóa farangri nú eða bara sendi gjafirnar eftir jól. Nú er ég farin að hugsa of mikið upphátt held ég.
Over and out
  ¶ 2:47 e.h.
mánudagur, desember 01, 2003
  Ömmueinkenni
Ég byrjaði að sauma út krosssaumsmynd í fyrradag og ég hef ekki getað lagt hana frá mér síðan. Þetta er svona ýkt krúttlegur jólabangsi og ef ég næ að klára hann í tíma þá er ég komin með jólagjöf handa Minnýömmu.
Fyrir 3 árum gaf ég henni keramik sem ég málaði, svona snjókall og kellingu sem eru samt sykur- og mjólkurkrús líka. Hún er enn að státa sig af þessu meistaraverki mínu við alla sem koma í heimsókn og þó þetta sé í raun jólaskraut þá er þetta meira svona heilsársskraut fyrir henni. Það er eiginlega kominn tími til að ég gefi henni eitthvað annað sem ég hef gert sjálf sem hún getur státað sig af.
  ¶ 1:09 e.h.
 
Á föstudagskvöldið var fyrsta kveðjustundin af mörgum komandi. Finnski vinur okkar hann Janne er farinn heim og það var engin smá tragedía í gangi.... eiginlega too much að okkar Unnar mati. Sumar stelpurnar grenjuðu og grenjuðu og sambýlingar hans rifjuðu upp "all the crazy stuff" sem þeir eru búnir að gera saman.  ¶ 11:40 f.h.
  Hvaða hvaða...
ég hef bara ekki bloggað síðan á fimmtudaginn. Það kvöld var einmitt Thanksgiving hjá okkur skiptinemunum þar sem boðið var upp á besta mat sem ég hef borðað lengi. Það voru tveir risa kalkúnar og allt meðlæti sem maður getur hugsað sér. Svo var það í okkar skiptinemanna hlutverki að koma með desertinn og við Jóhann komum bara með Eplasnafs en það var einn af fáum desertunum sem kláruðust. Eftir Thanksgivingmatinn var ball í skólanum sem var mjög skemmtilegt. Kennararnir voru alveg að tapa sér á dansgólfinu og afgreiddu á barnum og það var mikið stuð. Það var happy hour kl:22-23 og þá kostaði bjór og vínglas 50 cent (45 ÍKR). Ég held að ég hafi nýtt mér það tilboð of vel því ég var ansi skrautleg. Eftir ballið fórum komu 3 strákar heim til okkar og djammið hélt aðeins áfram. Jóhann glamraði svo hátt á gítarinn að krakkarnir í næstu blokk við heyrðu það. Það var hringt bjöllunni í miðju gítarsólói og þá var það nágranni að kvarta. Ég lofaði öllu fögru um að partýinu skildi linna en var með krosslagða fingur. 10 mínútum seinna var aftur dinglað en ég þorði ekki til dyra og við hunsuðum bara þennan fúla nágranna. Daginn eftir kom svo í ljós að þetta var félagi okkar í seinna skiptið sem var að koma í partý til okkar. Hann hafði labbað alla leiðina heim til sín að ná í fullt af bjór og svo lengst uppeftir til okkar og við bara svöruðum ekki. Grey strákurinn labbaði bara aftur heim til sín.

Föstudagurinn var algjört helvíti á jörðu. Ég faðmaði klósettskálina allan daginn og bjóst við að kreista innyflin úr mér.
  ¶ 11:34 f.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger