Gonnzublogg
sunnudagur, febrúar 29, 2004
  -Snilldar síða-
Þessi síða er linkuð frá Jakabólinu. Hún er algjör snilld fyrir þá sem vilja skrá niður hvað þeir borða og sjá þannig næringarinnihald þess.

  ¶ 9:57 e.h.
  -Bæjarferðarmyndir-
Henti nokkrum myndum inn frá því í gær. Tók fullt í kjólamátuninni en kann ekki við að setja þær á netið. Batteríin eyddust hins vegar allt of hratt og þegar Jane var í armbeygjunum þá kláruðust þau akkúrat svo ég náði bara einni mynd af henni.
  ¶ 11:34 f.h.
  -Helgin-
Við Marta ákváðum að vera aðeins áfram á Bifröst þar sem álagið er aðeins farið að aukast. Nú þurfum við að fara að vinna í lokaverkefninu í Human Rights kúrsinum sem er 10 blaðsíðna ritgerð og svo bíður bs´verkefnið spennt eftir mér. Við vorum hins vegar svo tussulegar eftir fimmtudagsdjammið að ekkert varð úr lærdómnum en á móti höfðum við það alveg ógisslega notalegt. Davíð og Ragga komu síðan aftur uppeftir á föstudagskvöldið með 4 bræður Röggu svo það var stuð á bænum. Við horfðum á 70 mínútur spóluna og orguðum af hlátri. Djöfull var ógeðslega fyndið þegar þeir klæddu Sveppa úr öllum fötunum og hentu honum fram á gang.
Ég vaknaði snemma á laugardaginn og brunaði í bæinn. Hitti Önnu Lydíu, Írisi Sig og Baddý á Brúðarkjólaleigu Dóru þar sem Anna prinsessa mátaði geeeðveika kjóla. Ekki vildi ég standa í hennar sporum, að þurfa að velja á milli allra þessara gorgious kjóla er ekkert grín.
WARNING: EKKI FARA AÐ BORÐA Á FRIDAYS!! Sorry Marta mín, ég veit að hann Ævar frændi þinn er að sjá um þetta en við vorum allar mjööög óánægðar með BBQ salatið okkar sem var pínulítið, borið fram á hvítum súpudisk og kostaði 1.160 ÍKR. Við fórum eiginlega svangari út en við komum inn og þjónustustúlkan sagði bara... ER ÞAÐ, ææ!!
Jane vinkona var að keppa í armbeygjum í Kringlunni og ég fór auðvitað að styðja við bakið á henni. Hún stóð sig þvílíkt vel stúlkan, tók 38 stykki og var first runner up eftir Freyju Sigurðardóttur sem tók 42. Jane er að keppa á sínu fyrsta móti svo þetta verður að teljast mjög gott hjá henni. Mér fannst samt verðlaunin best: 25 kíló af Nings grjónum hahaha hún loftaði varla verðlaununum og þetta var eins og hún væri að fá skammarverðlaun.
Við Jói ætluðum svo í bíó um kvöldið. Vorum svoldið sein fyrir og ætluðum bara að grípa okkur Subway í Kringlunni fyrir bíóið. Vorum komin klukkan 19.45 en þá var allt lokað í Kringlutorginu og það var annað hvort að fá sér að borða eða fara í bíó og borða sig saddan af snakki og nammi. Ég fékk að ráða og bíóið varð að lúta. Við vorum líka ekki svikin af steikinni hjá Tengdó.
  ¶ 11:17 f.h.
föstudagur, febrúar 27, 2004
  -Kaffi Bifröst-
Jæja það kom að því að við stelpurnar tækjum létt djamm hérna á röstinni. Fór fyrst á stofnfund Framsóknarfélag Bifrastar. Kíkti af einskæðri forvitni og kom mér undan því að skrifa í gestabókina og stinga á mig barmmerki. Ég verð að viðurkenna það að ég er mjög ópólitísk en ég get sagt það að ég hef aldrei kosið Framsókn. Halldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson voru þarna mættir í sínu prúðasta og þetta var bara ekkert svo leiðinlegt.
Partýspilið var svo tekið með stæl heima fyrir. Ég og Ragga RÚSSSTUÐUM Hlín og Mörtu... vægast sagt sko!
Það voru stripparar á Kaffihúsinu en við mættum svo seint (af ásettu ráði sko) að við sáum rétt restina. Þær snérust þarna um greyin með sinnhvora þrjá 500 kallana inná brókunum, ekkert alveg að græða mikið á Bifrestingunum greinilega. Villi Skúla veifaði svo 500 kalli í eina og hún kom og dansaði eitthvað yfir honum. Hann stakk 500 kallinum inná buxurnar á henni og tók svo annan í staðinn. Það var algjör snilld!
Við tjúttuðum þar til okkur var nánast hent út. Búið var að tilkynna partý í Vallakoti 1 svo við litum inn þar en það var bara svo ekkert að gerast þar að við Marta og Hlín fórum að fá okkur grænmetispítu með kotasælu. Já maður missir sig sko ekkert í sukkið þó svo maður fái sér í "aðra" tánna. Davíð var enn vakandi þegar ég kom heim, sat í sófanum og var að fara að kíkja í partý. Hann hefði betur farið bara beint að sofa.... en það er of löng saga. Inniheldur samt að mestu leyti það að hann sauð sér maísstöngla í nótt/morgun, skellti sér svo í sturtu og steindrapst þar
Marta mín er heldur ekki of hress í dag. Já það má eiginlega segja að hún sé bara drulluþunn! Við ætlum að vera hérna í nótt. Ég ætlaði mér að fara að læra en ég hef ekki enn komið mér í það og klukkan er fokkings 2!! Ég verð að fara að finna mér efni fyrir Mannréttindakúrsinn. En kannski að ég leggi mig pínu fyrst.....

Ég var að tapa mér á myndavélinni, tók yfir 100 myndir og er búin að setja stóran hluta þeirra hérna inn.   ¶ 2:05 e.h.
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
  -Ákveðinn léttir-
Lagið "ýkt komin yfir þig" er úr leikriti sem verið er að fara að sýna í Borgarholtsskóla. Hins vegar er lagið samið af Sindra og er ennþá alveg ÖMURLEGT!! Ég ætla allavega ekki að fara og sjá þetta leikrit!
  ¶ 10:43 f.h.
  -Músíka-
Var að koma úr ræktinni og eins og alltaf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum þá sit ég hér í svitafýlunni minni yfir Ísland í bítið. Þegar ég kveikti á sjónvarpinu verkjaði mig nánast í eyrun. Ég þyki ekki með dýpsta tónlistarsmekk í heimi en guð minn góður, öllu píkupoppi má nú ofgera!! Þarna var Sindri, sonur Bjarkar að syngja lag ásamt voða sætri stúlku og einhverjum rappara sem stóð eins og fábjáni á milli þeirra meðan Sindri söng "Ég er ýkt kominn yfir þig og þú ert ýkt komin yfir mig" stúlkan raulaði "yfir þig...yfir mig" og rapparinn kom með nokkur svona "ó je ohoh" á milli. Hverju eru þau að reyna að líkja eftir?? Þetta var ekta svona mtv popp en alveg í versta gæðaflokki.
Sindri kom sér svoldið í mjúkinn hjá mér þegar Dáðadrengir unnu Músíktilraunir. Lagið þeirra þar var helvíti flott en ég var búin að breyta aðeins textanum í Bollakoti 1 um árið og söng til Mörtu minnar: Þú ert með loðnar lappir og reykir sígarettu. Vonandi á þetta ekki eins vel við hana í dag
  ¶ 7:45 f.h.
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
  -Blogg um ekki neitt-
Enn annar tíminn þar sem nemendur eru að kynna verkefnin sín. HALLÓ!!! þetta er bara ekki skemmtilegt. Ég get alveg eins verið heima hjá mér á netinu og hér.
Þetta setur svartan blett á annars svo fínan dag sem hófst um 8 en þá fórum við Ektahjónin að lyfta og svo samdi ég nokkur ný erobikkspor og svona.. vei vei gaman gaman. Hver hefur eiginlega gaman af því að lesa þetta ?? haha. Mér leiðist bara rosalega núna... já og svo verð ég að tala pínu um hvað veðrið var alveg æææðislega gott í dag. Fórum í fyrsta Bifrastargöngutúr ársins áðan. Það er ótrúlega gott að rífa sig upp úr tölvunni og skella sér í hálftíma göngu niður að Hreðavatni eða eitthvað. Nú er ég farin að hljóma eins og Gaui litli en ég get ekki látið þennan pistil vera lengri því kennarinn var að SKAMMA MIG fyrir að vera að pikka á tölvuna. GUÐ MINN GÓÐUR!!
  ¶ 5:47 e.h.
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
  -Bs´ritgerð-
Nýjar og heitar fréttir af ritgerðinni..... Ég var rétt í þessu að skipta um rannsóknarefni!! Já gott fólk, ég veit að það er kominn 24. febrúar og ég á að vera komin vel af stað í ritgerðarsmíðunum en.... ég er búin að átta mig á því að mig LANGAR EKKI að gera verkefni fyrir Flugfélag Íslands. Ekki misskilja mig, hef ekkert á móti flugfélaginu en ég hef bara engan áhuga á þessu! En hverju hef ég þá áhuga á?? Jú mikið rétt, Líkamsrækt! Ég tók mig því til áðan og sendi póst á fullt af stöðvum þar sem ég bað um að fá að gera þarfagreiningu fyrir stöðina (held s.s. fræðilegu nálguninni). Fyrst til að svara mér var sú sem ég óskaði helst eftir, sjálf Ágústa Johnson og hún vildi auðvitað ólm fá mig!!
Svo hringdi ég í Friðrik leiðbeinanda áðan og tilkynnti honum að mig langaði að skipta um efni og væri eiginlega bara búin að því. Ekkert mál sagði þessi snillingur... bara ekki skipta mikið oftar

Ég er svo himinlifandi núna. Nú held ég að "bs´hausverkurinn" hverfi og ég fari að hlakka til að gera ritgerðina!!
  ¶ 2:36 e.h.
  -Blogg-
Bifrestingar eru duglegir að blogga. Þessa kíki ég reglulega á:
Bragi
Svan
Bendt
Tótla
Alma
Rósa
Hjörtur
Elva
Lísa
Sigrún
Ólöf Friðriks
Berglind og Linda
Eva, Silja og Friðdóra

Er ég að gleyma einhverjum virkum bloggurum??
  ¶ 8:36 f.h.
mánudagur, febrúar 23, 2004
  -Kynningar-
Ofboðslega leiðast mér þessar power point kynningar í Nýsköpun og Frumkvöðlafræði. Kennarinn er með klukkutíma fyrirlestur og maður reynir alveg eins og maður geeetur að halda einbeitingunni. Svo erum við að vinna hópverkefni út alla önnina og þetta er í þriðja skiptið sem ALLIR hóparnir eiga að vera með kynningu á verkefninu sínu. Ef þetta er ekki Waist of Time þá veit ég ekki hvað. Við vorum fyrsti hópurinn upp í dag og það voru öll andlitin límd í tölvuna fyrir framan sig svo ég VEIT að ég er ekki ein um að finnast þetta nett leiðinlegt. Við lærum bara ekki neitt af því að sjá aðra hópa kynna sitt verkefni trekk í trekk. Þetta virkar á mig sem einhver easy way fyrir kennarann að sleppa við að kenna okkur... og hananú!!!
  ¶ 11:56 f.h.
  -Laugar-
Konudagurinn var tekinn snemma. Við Jane höfðum mælt okkur mót í Laugum þar sem til stóð að taka almennilega á því. Jane er að fara að keppa í fitness og er búin að vera í þjálfun hjá Sif Garðarsdóttur í nokkrar vikur. Laugar er ekkert smááá flott stöð. Ég fékk hálfgert víðáttubrjálæði þarna inni. Það eru held ég um 150 brennslutæki og alveg skrilljón æfingatæki. Litlu sveitastelpunni sem hefur verið að æfa í Perlunni og á Bifröst fannst þetta nú heldur mikið af því góða!!
Æfingin var svakalega góð. Jane hafði fengið þá fyrirskipun frá Sif að lyfta bara axlir og ég fylgdi auðvitað bara með. Það voru hvorki meira en minna en 6 axlaæfingar og 4x10 sett af hverri. Úff hvað þetta var erfitt en líka rooosalega skemmtilegt. Eftir lyftingarnar var hálftíma brennsla á hlaupabretti þar sem við skiptumst á að mana hvor aðra upp í spretti!!!
Boostbarinn var kærkominn fengur eftir æfinguna!
  ¶ 10:29 f.h.
laugardagur, febrúar 21, 2004
  -Saumó-
Eiga ekki allir svona vinkonu sem mætir ALLTAF allavega klukkutíma of seint?? Ég á nefnilega eina svona vinkonu, Íris Dögg. Við vorum með smá saumó í gær og Íris sendir mér skilaboð til að spyrja klukkan hvað eigi að mæta. Ég hringi í Önnu Lydíu og segi henni að Íris sé að spyrja að þessu. Hún sagði að við ættum að koma um 8.30-9. Ég segi þá: Á ég ekki að segja 8.30 við Írisi svo hún verði komin fyrir 10? Blessuð segðu við hana klukkan 8 segir Anna. Ok, svo ég sendi Írisi að klúbburinn byrji klukkan 8 í þeirri von um að hún verði þá komin um 9 leytið. Svo mæti ég um 8.45, er ekki Íris greyið löngu komin. Þá mætti hún klukkan 7.50, svona líka tímaleg í þetta skiptið...úpppss

Klúbburinn var mjööög skemmtilegur. Umræðuefnin voru ansi skipt: kvensjúkdómalæknar voru fyrirferðamiklir, nýjasta andlitið á Bleiku & Bláu, skólinn, brúðkaup, megrun, vinnan, dóp- og innbrotsmál í Keflavík og alls konar slúður!!

Þórunn var búin að halda okkur sjóðheitri alla vikuna, þurfti endilega að segja okkur öllum svoldið saman. Þá var hún að biðja okkur í gær um að vera BRÚÐARMEYJAR í brúðkaupinu hennar í sumar. Við hérna, klunnarnir 5 eigum semsagt að ganga á undan brúðhjónunum í alveg eins kjólum og svona, ógisslega sætt!! Ég held samt að þetta eigi ekki alveg eftir að ganga eins og í bíómyndunum. Íris á eftir að vera alltof sein, Anna Lydía á eftir að stíga á kjólinn sinn og fljúga fram fyrir sig, þá á ég eftir að hlæja svo hátt að kirkjuklukkurnar fara að klingja. Íris Sig og Baddý eiga eftir að gera þetta nokkuð gallalaust. Ég er bara farin að hlakka til. Sé okkur alveg í anda að æfa og máta kjóla og svona. Svo er ég að reyna að tjónka við Þórunni að hún leyfi mér að syngja: Here comes the bride þegar við göngum á undan þeim hahaha
  ¶ 10:53 f.h.
föstudagur, febrúar 20, 2004
  -Hasskökumálið-
Dv greindi frá því á miðvikudaginn s.l. að 10 kennarar við skóla í Lüneburg í Þýskalandi hafi þurft að leita til læknis eftir að hafa borðað köku sem nemandi þeirra hafði bakað. Nemandi þessi hafði nefnilega sett HASS í kökurnar og fundu kennararnir til mikils svima og ógleði eftir kökuátið. Nemandinn játaði eftir að skítug kökuformin fundust heima hjá honum en kennararnir ætla ekki að kæra og hann fær að halda áfram í námi við skólann.
Þessi nemandi, gott fólk, er góðvinur hans Sebastians okkar sem stundar skiptinám hér á Bifröst og.... hann er á leiðinni til Íslands til að heimsækja Sebastian.
Þetta er náttúrulega bara bráðfyndið og algjör snillllld. Ef einhver okkar myndi reyna að líkja þessu eftir hér á Bifröst þá stórefast ég um að við myndum sleppa með skrekkinn.
  ¶ 7:39 e.h.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
 
Var að skoða textasíðuna frægu og hló mig máttlausa yfir mistökum annarra. En svo kom í ljós að ég var bara ekkert skárri en margir aðrir þótt ég syngi ekki "I´m a leather face" í stað "I´m all out of faith" þá hef ég alltaf sungið Killing me softly á einhvern óskiljanlegan hátt:
"Strumming dub plates with our fingers" hef ég alltaf sungið sem:"Strumming my pain with his fingers".
Þýðir þessi setning nokkuð hjá mér???   ¶ 12:56 e.h.
  Heilbrigði
Mikið hefur verið skrifað um heilsurækt og mataræði og eru til FULLT af netsíðum með fróðlegum og gagnlegum upplýsingum. Sitt sýnist hverjum og skoðanir um hvaða aðferð sé BEST eru mjög misjafnar. Það er mjög skemmtilegt og gagnlegt að lesa pistla sem skrifaðir hafa verið af næringarfræðingum og einkaþjálfurum. Hér eru nokkrar síður sem mig langar að benda á:

Hreyfing
-undir ”Hugsaðu um heilsuna” eru greinar eftir Ágústu Johnson og fleiri gagnlegar upplýsingar.
Doctorinn
Mathákur - Allar upplýsingar um fæðu
Vítamín.is - spurningar og svör
Femin - pistlar, spjallþræðir og svör við spurningum
Fitnesssport - Fróðleikur um mataræði og æfingar
Heilsuráðgjöf
Þjálfun.is
Líkaminn fyrir lífið
Heilsuhúsið
Fitnessfréttir
  ¶ 9:33 f.h.
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
 

I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?
this quiz by orsa

Já þar höfum við það. Hvað sem þetta merkir. Bull spurningar!!<
  ¶ 10:11 e.h.
  Nýsköpun og Frumkvöðlafræði
Headerinn kann ekki að hljóma spennandi en þetta er jú eitt af þeim fögum sem ég er að stúdera núna. Kennarinn okkar Örn er víst rosalega klár kall en það er svoldið skondið að kennari í þessu fagi kunni ekki að slökkva á gsm símanum sínum eða vafra um á Internetinu.
Við vorum að klára verkefni í dag og ég var búin að bæta einhverjum texta þarna inní. Þetta þarf víst allt að vera á ensku og stundum flækist mín enska tunga. Meiningin mín var að segja frá þeim fídusum sem bíllinn okkar myndi hafa og auðvitað hélt ég að fídus væri enska orðið fetus, rétt eins og geim er game, djók er joke og kúl er cool. En nei fetus þýðir víst fóstur þannig að snillingurinn ég var búin að koma því frá mér að það yrði fóstur í bílnum og verkefnið okkar leiddist útí algjöra brandaravitleysu. Brandarinn vatt sífellt uppá sig og í lok brandarabylgjunnar vorum við búin að ákveða að setja það í verkefnið að eftir að hafa keyrt nýja bílinn með fóstrinu í 9 mánuði þá yrði það að barni, sérstaklega góður kostur fyrir þá sem geta ekki eignast börn.
  ¶ 9:50 e.h.
  Var að fá þennan texta með gamla laginu hennar Ruttu Reginalds sendan og þetta er svo mikil snilld að ég bara VERÐ að henda honum hér inn

Furðuverk

Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er'ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár

Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað , ég get dillað
Í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sem að strauja þarf víst vel.

Ég er furðuverk, algert furðuverk
Sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðurverk
Lítið samt ég skil.
  ¶ 1:55 e.h.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
  Bs ritgerð
Maður er búinn að kvíða fyrir þessari lokaritgerð síðan skólinn hófst. Veit ekki hvort maður sé búinn að mikla þetta svona fyrir sér eða hvað. Ég man eftir í fyrra þegar Bs-ingarnir voru hangandi yfir ritgerðinni dag og nótt síðustu vikuna sérstaklega og ekki skiluðu allir inn.
Nú er frekar rólegt að gera í skólanum en ég drattast ekki til að byrja á þessu. Ég held að ég sé líka alls ekki ein um það. Þói var að signa sig inn á msn-ið og hann heitir 8 dagar og 0 orð í ritgerðinni. Hann er semsagt að fara til Kína eftir 8 daga og er ekki búinn að skrifa staf. Hann er samt þessi týpa sem skrifar ritgerðina á 1 viku.
Ég held að ég verði að fara að byrja á þessu... En eins og Halldór nokkur Laxness sagði: Þegar á öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernvegin, þótt margur efist um það á tímabili.
  ¶ 8:12 e.h.
mánudagur, febrúar 16, 2004
  Myndir frá Bifró. Teknar af Röggu!  ¶ 11:08 e.h.
  Hopp og skopp
Ég var alveg búin að gleyma því hvað það er gaman í handbolta!! Vorum ekki nema 6 á æfingunni núna en það var sjúklega gaman. Við erum meira að segja komnar með þjálfara...engan annan en ..... daddaraaaa Hjálmar Blöndal sjálfan! Strákurinn var nú að æfa heillengi með Val í gamla daga og kann alveg fullt af skemmtilegum æfingum. Stelpan er nú orðin pínu þreytt í líkamanum eftir hörku erobikktíma og svo beint í handboltann!
Bifrestingar eru greinilega svoldið þunnir ennþá. Mætingin í erobikkið var ekki eins góð og alltaf en það er eins gott að þetta hafi bara verið svona "one time" í dag. Það er nebbla líf eftir Bifró!!
  ¶ 8:24 e.h.
  Bifróvision
Þá er síðasta Bifró búið!! Vá þetta hljómar rosalega sorglega. Kannski að við Jóhann fáum okkur bara vinnu á Bifröst eftir að námi líkur.. ég meina, ég get verið á skrifstofunni og Jóhann getur verið svona "húsvörður". Það virðist vera að gera góða hluti fyrir suma útskrifaða viðskiptafræðinga :)
Bifró var alveg drulluskemmtilegt og eiga þær stöllur sem stóðu í undirbúningsnefndinni mikið lof skilið. Ég held samt að mitt borð hafi verið það eina sem að hafi fundist maturinn alls ekki góður. Hann var algjörlega bragðlaus og þurr eins og lopasokkur!
Skemmtiatriðin voru rooosalega skemmtileg. Rannsý stóð sig eins og hetja í upplestri Mynni kennara sem var samið af fjórum snillingum og svo var spurningakeppni kennaranna ógeðslega fyndin líka! Það er greinilegt að starfsfólk skólans heyrir allar "Röfl sögur" okkar nemenda.
Söngvakeppnin var stórskemmtileg. Langflest atriðin áttu skilið að vinna en auðvitað er þetta hálfgerð vinsældakosning. Atriðið sem vann var reyndar alveg gott en mér fannst það samt ekki best...go Stallione Italiano :)
Auðvitað verð ég aðeins að minnast á það að Harpa Sjöfn og Stinni Stuð komu, sáu og sigruðu!! Ég ákvað að vera ekki með í ár og njóta þess að horfa á hina en mig kitlaði svaaakalega að vera með. Það lagaðist þó alveg þegar við Hjörtur fengum að syngja Ástardúettinn. Ekki einu sinni heldur TVISVAR!! Mér var sagt það í gær af Röggu sem man allt, að við hefðum sungið lokalag kvöldsins :)
En djöfull vorum við öll orðin drukkin undir lokin! Ég lét "plata" mig til að bonga heilan bjór og gerði það af algjörri snilld þó ég segi sjálf frá!
Ég mundi ekki nærri allt frá nóttunni en ég er svo heppin að eiga hana Röggu fyrir vinkonu og hún man sko hverja einustu mínútu... Já Gunnhildur svo bauðstu skiptinemanum og Kristínu á skrifstofunni uppí drykk til þín og jarrí jarrí jarrí... ég bara Ragga.. I don´t wanna know!!

Það eru einhverjar myndir komnar hjá Ólöfu og Rósu
  ¶ 3:03 e.h.
  Back to business??
Hef alveg verið laus við bloggþörfina síðan hva... 30.desember 2003!! Ég var/er ekki alveg að sjá fyrir mér að ég myndi halda þessari síðu uppi ein og á Íslandi. Það var rosalega gaman að blogga með sportkotlingunum í fyrra og líka gaman að vera í útlöndum að skrifa fréttir af sjálfum sér svo vinir og vandamenn heima gætu fylgst með.
Ég er ekki þessi týpa sem skrifa um pólitík eða djúpar hugsanir og pælingar heldur meira svona blaðrari um mig og mína :)
Hver veit... kannski á ég eftir að nenna að blogga eitthvað...  ¶ 2:48 e.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger