Gonnzublogg
miðvikudagur, mars 31, 2004
  -Daginn í dag.. daginn í dag, gefur drottinn guð, gefur drottinn guð-

Ef það er eitthvað sem ég kann ekki og nenni ekki að gera þá er það að vera heima hjá mér að slappa af þegar ég er ekki þunn. Ég neyddist samt til þess í gær, horfði á 4 CSI þætti sem ég var búin að setja í tölvuna svo ekki sé minnst á KÖRFUBOLTALEIKINN. Þvílík snilldarskemmtun!!
Keflvíkingar fóru gjörsamlega hamförum og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Steinar átti fínan leik með Grindavík en mér finnst nú orðið too much þegar helmingurinn á vellinum eru af afrískum uppruna, Grindvíkingar með 3 kana og Keflvíkingar 2.
jæja... hvar var ég... já slappa af... nei nenni engu svoleiðis. Fór á Bókasafn Reykjanesbæjar klukkan 10 í morgun að vinna í ritgerðinni. Ég komst á fínt flug og var straight til klukkan 19.30. Ég hætti ekki fyrr en ég var orðin sátt við fræðilega kaflann minn og svo var hann sendur með honum emil til Friðriks. úfff hvað ég ætla að vona að ég fái góðar undirtektir frá honum.

Á morgun er það svo atvinnuviðtalið stóra og ég er búin að vera að reyna að punkta hjá mér styrkleika mína og veikleika, hvernig ég sé sem stjórnandi, hvað ég vilji vinna við, hvernig vinir mínir myndu lýsa mér og fleira. Það er svoldið erfitt að fara í svona djúpa sjálfsskoðun.

Ég hitti á Billy og Juha vini mína frá USA og Finnlandi sem voru í Lüneburg á msn áðan. Billy var að gefa mér hugmyndir fyrir 1.apríl gabb á Jóhann; Settu klór í sjampóið, settu hundakúk undir hurðina á bílnum, límdu klósettsetuna, stilltu allar klukkur 2 tímum fyrr. Ég hef aldrei verið góð í 1.apríl djóki... lýg kannski að það sé könguló í hárinu á einstaklingi eða eitthvað... alveg laim!

Jæja.. nóg í bili, góðar stundir
  ¶ 10:37 e.h.
þriðjudagur, mars 30, 2004
  -Sloj en ekki drukkin-
Þurfti að fara í smávægilega aðgerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun. Ég hafði aldrei áður verið svæfð, byrjaði fljótlega að brosa eftir að ég fékk kæruleysissprautu, fann ljósið sem ég horfði uppí skærast og svo bara BÚMM!
Var vakin eftir aðgerðina en man bara eftir að mér var sagt að aðgerðin hafi gengið vel og svo sofnaði ég aftur. Rumskaði svo ca tveimur tímum seinna með næringu í æð og eitthvað hjartalínurit sem var tengt við eitthvað sem var reyrt utan um upphandlegginn á mér. Ég var ýkt sloj en alltaf vaknandi við það að draslið utan um hendina á mér var alltaf að herpast að mér og hjartalínuritið fór að pípa. Hjúkkan kíkti reglulega inn þegar tækið pípti og spurði mig lokst hvort ég væri mikið að æfa. Ég jánkaði því og bullaði eitthvað í kringum það og þá sagði hún að ég væri með svo rosalega lágan hvíldarpúls, greinilega með sterkt og gott hjarta Tækið hefur því alltaf verið að pípa því það hélt hreinlega að ég væri að drepast
Fékk að fara heim strax í dag og er alveg í bómul hjá mömmu og pabba. Læknirinn sagði að ég yrði að taka því rólega fyrstu 2 vikurnar, engin leikfimi og engar ríðingar... þá er ég að sjálfsögðu að tala um hestamennskuna perrarnir ykkar
Mig langaði svo að fara á körfuboltaleikinn Grindavík-Keflavík en þar sem það getur ekki flokkast undir það að "taka því rólega" keypti elsku mamma mín bara SÝN inn fyrir mig vei vei
  ¶ 7:20 e.h.
sunnudagur, mars 28, 2004
  -Gæsun-
Anna Lydía vinkona fékk aldeilis að finna fyrir því í gær þegar 12 óðar stúlkur tóku sig til og gæsuðu hana. Hún var heima að græja sig fyrir fermingarveislu og Óli var eitthvað að reyna að treina að fara því við vorum að koma að sækja hana. Það var allt í rugli hjá okkur þarna fyrst en það er of löng saga að segja frá. Við komum heim til hennar á 15 manna van og ruddumst inn. Hún átti engan vegin von á okkur þar sem hún var að fara í þessa fermingu og var eiginlega viss um að við kæmum næstu helgi, gaman gaman. Hún var klædd upp í gamlan hallæris BLÁAN sundbol af mömmu, leggings, tjullpils, með kórónu, vængi og sprota.
Við brunuðum til Reykjavíkur á "gæsamerktum kagganum" Flautið, gæs í bílnum. Fyrst fórum við í magadans og það var baaara gaman. Djöfull vorum við rosalega lélegar í þessu! Því næst fórum við í Baðhúsið í HEITAN pott, 42° takk fyrir og dudduðum okkur þar upp. Sársvangar héldum við svo á Hard Rock og snæddum þar rosa fínan mat, sungum og sungum og svo var Anna tekin uppá borð af ofanberum strákum með stjörnuljós, flautu og banana.
Gæsin var orðin ansi hífuð og veiktist svoldið á heimleiðinni hehe. Hún harkaði það þó af sér og við fórum í Stapann þar sem við máttum leika okkur í Karokee með opinn bar og svona. Fífluðumst þar í svoldinn tíma og fórum svo á Duus að dansa af okkur ressgetið. Ég hef ekki heyrt í gæsinni í dag en mér skilst að það sé búið að vera svoldið um uppgang á þeim bænum haha

  ¶ 1:18 e.h.
laugardagur, mars 27, 2004
  -Kvennatölt-
Haldiði að ég hafi ekki bara farið að keppa í kvennatölti í gærkvöldi og náð 2.sæti í sterkasta flokknum. jubbííí!!
Fleiri góðar fréttir... ég er að fara í vinnuviðtal hjá Össur í næstu viku

  ¶ 4:06 e.h.
  -dúddídúú-
Það varð einhvernvegin ekki eins mikið úr skrifunum hjá mér í gær og ég hafði vonað. Ég byrjaði daginn á að fara í ræktina klukkan 6 og svo þegar ég var búin að borða hafragrautinn minn og sest til skrifta þá syfjaði mér svona rosalega. Æi ég ákvað nú að hvíla augun pííínu pons þar sem ég hafði vaknað svo snemma. En viti menn... ég steinrotaðist til 12 og vaknaði þá bara við það að allt vatnið sem ég hafði þambað í ræktinni vildi komast út! Ég dútlaði eitthvað aðeins í fræðilega skjalinu en fann mér einhvernvegin eitthvað allt annað að gera. Já ég fór meira að segja í nálastungur. Nú ætlar stelpan að reyna koma á jafnvægi milli yin og yan eða hvað þetta nú heitir. Fór til einhvers kínafólks hér í Keflavík og haldiði að konan hafi ekki bara labbað á bakinu á mér og nuddað mig með tánum og hælnum á sér. Mjög undarlegt. Þar sem ég hef verið tossast svo með að fara í nudd voru axlirnar alveg orðnar uppfullar af vöðvabólgu og voru nálastungurnar svoldið óþægilegar. Ég gat ekki hreyft mig á meðan þetta var í mér.
Það er nett pirrandi að þetta fólk skilji ekki alveg íslensku og talar ekki mjög góða ensku heldur. En guð minn góður hvað þau geta talað mikið saman á sinni kínversku. Það eru bara tjöld milli klefanna og þau muldruðu hæ-sha-lí-na (mín útgáfa á kínversku) stanslaust og á tímabili hélt ég virkilega að konan væri að reyna að rekja einvhverja illa anda úr líkamanum mínum því hún tautaði og tautaði.
Í næsta klefa var kona sem var augljóslega í nuddi því ég heyrði alveg ó-æ-vont þarna! Svo voru þau komin tvö inn til hennar að tosa hana sundur og saman. Konan spurði svo hvort hún ætti að vera með hökuna í gatinu. Ekkert svar svo hún spurði aftur: Á ég að vera með hökuna í gatinu?Það kom langt hik áður en kínastúlkan svaraði á sinni kínversku íslensku: Ja vi baga teygja bakinu. Ég var alveg að springa úr hlátri en konunni var ekki skemmt: Á ég að vera með hökuna hér eða hér??
Þessi therapía minnti mig á þegar kínastúlka á Heilsudrekanum setti tattoo á augabrúnirnar á mér (ó nei ég er að koma upp um fegurðarleyndarmálið!! :) Hún ætlaði aldrei að geta teiknað þær alveg eins og ég var að reyna að segja henni að mér finndist þessi eiginlega vera ofar en hin og aðeins styttri og þar fram eftir götunum. Ja, tessi meiga upp, ahh tessi lengur!! Arrrgg ég var alveg að tapa mér þarna inni!!
  ¶ 8:52 f.h.
fimmtudagur, mars 25, 2004
  -Kraftur í kellu-
Dagurinn var tekinn snemma þar sem hann átti að verða stórmerkilegur. Ég lagði leið mína í Bókasafn Reykjanesbæjar, opnaði wordskjal sem ég skýrði Fræðilegt og byrjaði að skrifa. Áður en ég vissi af var ég búin að skrifa 7 síður. Rosalega er þetta mikill léttir. Á morgun ætla ég síðan að halda áfram að skrifa.
Ég kíkti á Kristján í dag en við verðum veislustjórar í brúðkaupi hjá Önnu Lydíu og Óla 24.apríl. Það er helling sem þarf að plana en við erum greinilega mjög samstillt í þessu, enda búin að þekkjast nánast alla æfi. Við vorum alltaf saman í bekk en við vorum ekki alltaf vinir. Nei það kom nefnilega svona tímabil sem við hötuðumst alveg ótrúlega og hann klippti andlitið á mér meira að segja út af bekkjarmyndinni í 4.bekk held ég. Hversu sick er það!!!
Fór að vinna í kvöldmatnum í pulsuvagninum mínu. Það er nú alveg nauðsynlegt að fá að grípa í þar annaðs lagið og selja svöngum Keflvíkingum hamborgara með tómat, sinnep, steiktum, hráum, remolaði, rauðkáli og gúrkum. Já nammi namm hugsa örugglega sumir en ooojjjj kannski einhverjir sérvitringar. Þarna hitti ég líka alltaf svo marga. Hitti til dæmis Birgittu, fyrrum Bifresting sem er að fara að eiga barn eftir 10 daga. úfff hvað hún er ólétt!!
Lokahnútur dagsins var svo hnýttur í hesthúsinu í kvöld. Reið út og skráði mig meira að segja í kvennatölt Mánakvenna sem fer fram á morgun. Bara gaman að vera með. Marta þykist eitthvað ætla að fara vera dugleg í ritgerðinni núna og tók ekki áskoruninni minni. Ritgerð smitgerð!!
  ¶ 11:21 e.h.
miðvikudagur, mars 24, 2004
  -Blogg frá Kef-
Alltaf gott að koma heim. Hitti á Friðrik leiðbeinanda í dag og fékk smá spark í rassinn. Já ég held að maður þurfi að fara að hellar sér í ritgerðarsmíð af heilum hug og hætta þessu dangli!!
Ætlum ekkert að fara uppeftir fyrr en á sunnudaginn þó svo að það sé prófsýning á morgun. Ég leyfi mér bara að segja það hér og nú að ég er ekki að fara að falla í neinu!

Var að setja inn myndir frá Akureyri. Náði mér í nýtt forrit sem ég er ekki mjög hrifin af en picturetrail er orðið fullt og ég er að vinna í að fá annað forrit. Það er svo leiðinlegt að þurfa að skrolla niður við hverja mynd.
-Enjoy   ¶ 10:41 e.h.
mánudagur, mars 22, 2004
  Verð að birta hér eina sem Rósa tók af okkur Mörtu og Unni í Hreddanum á fimmtudaginn. Það er alveg eins ég sé þroskaheft og Marta sé með mig í tilsjón.... hún skammast sín svoldið fyrir vinkonu sína þarna held ég.
Takið líka eftir transinu sem Unnur er í!

  ¶ 5:51 e.h.
  -Tilkynning-

Smá breyting á erobikkfyrirkomulaginu. Ég verð að kenna þessa viku og Tanía næstu.

Sjáumst hressar smessar
  ¶ 2:12 e.h.
  -Akureyri-
Já það var Halló Akureyri um helgina. Strákarnir okkar Bifrestinga voru að fara að keppa í handbolta og við drifum okkur nokkrar dyggar stúlkur til að styðja við bakið á okkar mönnum. Alma og Rannsý komu með okkur Jóhanni í bíl. Við vorum nú ekki nema 2 1/2 tíma að bruna þetta með "völustoppi" á Blönduósi. Nýi kagginn stóð sig alveg gassalega vel en jæææks hvað hann eyðir miklu meiru en Silfurskottan!
Addi og Sif fóru úr bænum yfir helgina svo við vorum bara home alone fyrir utan perskneska köttinn. Ég fékk litlu frænkurnar mínar og voffann í láni á laugardaginn og það var farið yfir stafrófið og klætt sig í öskudagsbúninginn og svona.
Hópurinn fór saman að borða á laugardagskvöldið, fínasta pizzahlaðborð í Lindinni. Svo kíktum við aðeins á Café Amor og Café Akureyri. Sumir voru mjöög rólegir og eitthvað stressaðir fyrir handboltamótið en aðrir voru nettari. Það voru nokkur kunnugleg andlit á Café AEY. Jón Óskar fyrrum Bifrestingur og nú að vinna sem kaupfélagsstjóri á Dalvík var í góðu stuði. Tannlæknanemar HÍ voru þarna og í þeim hópi voru Valdi, Sonja og Birta Rós. Knattspyrnufélag Reykjavíkur, betur þekkt sem KR voru þarna ásamt þjálfara sínum og fyrrum kennara mínum Willum Þór Þórssyni. Hann eldist nú helvíti vel karlinn... tók mynd af honum frá öllum sjónarhornum... fyrir Imbu sko... ekki mig!!
"Sumum" Bifrastarstúlkum fannst líka ákveðinn markmaður KR-inga voðalega sætur...*hóst*
Það stóð til að við Marta myndum lúlla saman í hjónaherberginu en nýju turtildúfurnar voru ekki tilbúin að sofa í sitthvoru lagi svo Jóhann kom heim með mér og Marta og Smári fóru saman í Lónsá.... Braga til mikillar ánægju eða þannig... seigiggimeir seigiggimeir.. múhahaha

Það var ekki sofið mikið laugardagsnóttina. Fórum uppí um 4 leytið og svo vaknaði ég með rassgatið á kattarófétinu í andlitinu á mér klukkan 8. Klukkan var stillt á 9 svo ég skrölti bara framúr.
Það var föngulegur strákahópur sem tók á móti okkur í KA heimilinu. Strákarnir OKKAR aldeilis til í slaginn. Við áttum fyrsta leik við Hött og þrátt fyrir að strákarnir hefðu verið frekar lélegir í þeim leik þá tókst þeim að sigra mjög slakt lið Hattar. Hinn leikurinn var hins vegar ekki eins auðveldur. Gamlar KA hetjur í samblandi við unga og efnilega KA menn. Það var þvílík barátta í þessum leik og við grúbbíurnar vorum að fara yfir um á bekknum. Þessi leikur tapaðist naumlega en það er ekki hægt að segja að Bifrestingarnir hafi ekki lagt sig fram.
Við stelpurnar skemmtum okkur vel öskrandi á dómarana, hlægjandi af plömmerum og hvetjandi okkar menn.

  ¶ 11:24 f.h.
föstudagur, mars 19, 2004
  -Myndir-
Vei vei myndir komnar frá Strákafríkveldinu. Tók nú engar í Hreddanum samt.
  ¶ 10:17 e.h.
  -Strákafrí-
Já Jennifer kom svo sannarlega sterk inn í gær og líkaminn minn ber þess merki í dag. Hausverkur og svimi og marblettir á mjöðm og herðablaði.
En... það er alveg þess virði því það var alveg geggjað gaman í gær. Stelpukvöldið heppnaðist rosalega vel, 70 kellur og allar í rauðu, rosa sætt!
Við Anna Begga fluttum nokkur lög við svaka góðar undirtektir og við vorum pantaðar að syngja á útskriftinni í vor, ekki amalegt það!! Ingibjörg Þorsteins flutti rosa góða ræðu eins og henni einni er lagið, frábært að hlusta á hana hún talar af svo mikilli sannfæringu. Sigrún Hjartar var líka með fyndinn pistil um karlmenn en svo var einhver disspistill frá Sighvati,helvítis remba bara!!
Við sulluðum heilmikið í okkur á CB enda allt svo ýkt ódýr. Ég var ýkt grand á því, keypti cider fyrir okkur fjórar (400 kall) hehe
Við kíktum svo í partý til Sebastian eftir CB og sturtuðum aðeins meira í okkur og svo til Rannsýar og jú auðvitað sturtuðum við aðeins í okkur þar. Við löbbuðum svo í Hreddann í skítakulda en fundum ekki mikið fyrir því (kannski vegna ölvunar??). Gullfoss og Geysir voru að DJ-ast í Hreddanum en ég get eiginlega ekki skrifað neitt meira um þetta því ég man ekkert...
Fékk skýringu á marblettunum áðan. Ég fór inn til Davíðs og Röggu í nótt og ætlaði að setjast á rúmstokkinn hjá þeim, hitti ekki og hrundi á hillurnar,munaði víst klofnuðu píkuhári að ég fengi sjónvarpið yfir mig.

  ¶ 5:17 e.h.
fimmtudagur, mars 18, 2004
  -Setning dagsins-
Já það er ekki langt liðið á daginn en mér finnst ég samt tilneydd að birta hér setningu dagsins:

Ég er ekkert ójákvæð!!!
-Marta Jónsdóttir VD3

  ¶ 1:02 e.h.
miðvikudagur, mars 17, 2004
  -Strákafrí-
Vá hvað þetta stelpukvöld er bara aðalumræðuefnið hér á Bifröstinni. Það eru ALLAR að fara sem maður talar við og vá hvað verður örugglega skemmtilegt. Frábært framtak hjá Tótlunni, Helgunni og Maj Britt. Alveg stór plús í kladdann frá mér!!
Svo verður áfengið svo ódýrt að ég þarf ekki einu sinni að fara í ríkið. Hvað er það að láta hvítvínsflösku kosta 600 kall og gosbjóra 100 kall?? Guð hvað maður á eftir að vera á skallanum held ég.
Ég held að barasta að hún Jennifer komi á morgun en verst að Lisa Pedersen verður fjarri góðu gamni. Það þekkja kannski ekki allir Jennifer þannig að ég lét hér fylgja mynd af henni.
Hún er lengst til vinstri. Helvíti hress pía!

  ¶ 8:54 e.h.
þriðjudagur, mars 16, 2004
  -Svaraðu...kallinu...frá méééér-
Já ég læt ekki segja mér tvisvar að fara að blogga. Það er greinilegt að maður má ekki taka sér pásu 1 dag! Jóhann er farinn í bæinn og er akkúrat í þessum skrifuðu orðum með Silfurskottuna í söluskoðun. Allt annað er frágengið svo hann kemur uppeftir á fimmtudaginn nýjum Avensis vei vei vei
Var að mæla 3. mælinguna og það virðast vera svoldið margir sem ætla að skrópa í þessari mælingu. Já ef þú ert að lesa þetta og átt að koma í mælingu til mín þá er það ekki of seint!!
Stefnan er tekin á Akureyri um helgina. Bifrastarstrákarnir eru að fara að keppa í handbolta og ég ætla að skella mér með. Styðja við bakið á strákunum, knúsast í litlu frænkum mínum og kíkja aðeins á tjúttið. Já Heiða, Marta og Rannsý eru nebbla að fara líka svo þetta verður heljarinnar fjör. Addi og Sif eru að fara úr bænum um helgina svo ég fæ bara lykil af Vestursíðunni, ekki slæmt það!
Vá ég hlakka svo til að fá nýja burrann minn. Ég held ég verði bara svona á leiðinni norður: Hei þið þarna.. ég á líka flottan bíííl nananananana
  ¶ 3:25 e.h.
sunnudagur, mars 14, 2004
  Þessi mynd er svo mikil snilld að ég verð að deila henni með ykkur.
Ok er ég að fara að læra!!


  ¶ 10:08 e.h.
  -Nenniggi læra-
Þá erum við komin uppeftir og ætlum að vinna í lokaritgerðinni í mannréttindum í kvöld. Ég er hins vegar bara búin að vera að hanga á veraldarvefnum og finn mér eitthvað annað að gera. Eins og bara það að blogga um ekki neitt en ég hlýt að hafa eitthvað skemmtilegt að segja.....
Fór með Önnu Lydíu og Írisi Sig á kvennakvöld í gær sem var mjög skemmtilegt þrátt fyrir að grænmetið hafi klárast og við þurft að bíða eftir að keyptar voru fleiri frosnar gulrætur í suðuna. Loksins þegar maturinn kom þá var lambið eins og súpukjöt á bragðið og kartöflurnar voru soðnar og óskrældar, ferlega óspennandi. Svo var ekki hægt að fá kók heldur bara Bónus cola á 200 kall. Allt góða á barnum kláraðist fyrir 11 og þá var bara Holstein bjór og jarðaberja woodys eftir. En nóg af því neikvæða. Jón Sig Idolstjarna kom og það þurfti örugglega að djúphreinsa sætin í KK salnum í morgun svo óðar voru kellingarnar í hann. Hann var helvíti skemmtilegur (enda þurfti að vera nokkuð góður fyrir 50þús. kall) og svo vildu allar fá knús frá honum. Ég pikkaði í hann þegar hann var að labba framhjá okkar borði og sagði honum að Íris vildi ólm fá knús en þyrði ekki að spyrja sjálf haha. Það var auðvitað ekkert sjálfsagðara og hann knústi hana og kyssti rembingskoss!
Heimilistónar er hljómsveit leikkvennanna Röggu Gísla, Ólafíu Hrannar, Elvu Óskar, Kötlu Margrétar og Vigdísar Gunnars. Ragga var hins vegar fjarri góðu gamni en djöfull voru þær ógeeeðslega fyndnar og skemmtilegar. Ólafía Hrönn er náttla bara algjör snillingur og þegar hún söng lagið Crazy, þýtt sem geðveik og þunglynd þá hélt ég að ég myndi míga í mig. Hún nýbúin að opinbera það fyrir alþjóð að hún sé búin að vera svo þunglynd.
Við kíktum svo á Duus og dönsuðum af okkur báða rassana. Hitti fyrir nokkra spræka Bifrestinga þar, Berglindi Ósk, Kristján, Gauja, Ingva og Bjadddna. Heyrðu já og Bjarni var í Dipsybúningnum hans Inda... hvað var það???
En verð ég ekki að fara að skrifa um "the power of multinationals" núna....
  ¶ 9:56 e.h.
laugardagur, mars 13, 2004
  -Bítlaæðið-
Fórum á West end showið í gær í laugardagshöllinni með gamla settinu mínu. Þetta var ferlega skemmtilegt show en það sem skemmdi frekar mikið hversu mikið var lagt uppúr leiknum að það bitnaði á söngnum. Þetta voru allt erlendir skemmtikraftar í aðalhlutverkunum og að mínu mati hefði ekki þurft að flytja þetta show sérstaklega inn til landsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði undir og það hefði vel verið hægt að fá 4 íslenska snilldar söngvara til að sjá um þetta.

Heyrðum auglýsingu á leiðinni í bæinn frá B&L. Þeir voru með 48 mánaða vaxtarlaus bílalán, pælið í því!! Við komum auðvitað við þar en sáum aðeins einn bimma sem hefði getað komið til greina. Ég hringdi svo í eiginlegan bílaráðgjafa minn og hann sagði þennan bíl vera með alltof þungt body fyrir 1600 vél og blebleble.
Við kíktum því aðeins á Toyota og nú erum við að fara að prufukeyra Toyota Avensis 2002 módel ekinn 27þús km. Vei vei vei

Þar til seinna, lifið heil
-Drekinn  ¶ 12:11 e.h.
fimmtudagur, mars 11, 2004
  -Hátíðardagur-
Hann pabbi minn á afmæli í dag og í tilefni af því sullaði ég saman í skyrtertu. Hún átti reyndar upprunalega að vera allt öðruvísi en hún varð að lokum en hún varð bara svona líka svakalega góð og ég átti í mestu vandræðum með að halda smá horni eftir handa henni Ölmu.
Auðvitað tók ég mynd til af Mörtu minni að gúffa í sig afrakstrinum.

  ¶ 6:49 e.h.
miðvikudagur, mars 10, 2004
 
Jæja, skvæsunni gekk bara svona rosalega vel í munnlega prófinu hjá Erni og það kom sér sérstaklega vel að ég hafði fylgst með ákveðnum 60 minutes þætti um daginn og náði að fletta hann inní svarið hjá mér.


Rosalega lýst mér vel á þetta Stelpukvöldsframtak hjá Helgu Kristínu og þeim. Þetta verður örugglega svakalega gaman og við Marta erum að reyna að ná Baddý, Völu og Ólöfu Dögg hingað uppeftir. Fá smá svona Sportkots-stemmara!

HEI ef ykkur leiðist þá var ég að fá þennan link sendan. Alveg magnaður andskoti!!


Jæja það þýðir víst ekkert að hangsa. Nú er Uma Sekaran mættur til mín og í sameiningu ætlum við að fara að tækla Bjarna Jónsson
  ¶ 3:06 e.h.
þriðjudagur, mars 09, 2004
  -Daddaraaa-
Já nú er stelpan aldeilis að taka Örninn í nefið. Sit hér með íslenska fyrirlestra útprentaða í annarri, enska í tölvunni og bókina svo í hinni hendinni. Eitthvað verð ég nú að gera til þess að massa þetta próf.
Fólk kom víst hálfsnöktandi út úr afleiðunum í gær en ég var svo skynsöm að velja þær ekki.

Þurfti að fresta mælingunum til næstu viku og það voru ófá húrra og hjúkkit meilin sem ég fékk til baka. Ég hef lúmskan grun um að fólk sé ekki alveg búið að vera að standa sig eins vel og það ætlaði sér en það kemur bara í ljós. Ég meina... það styttist nú í sumar og bikiní og ekki vill maður vera með fellingarnar út um allt!
Ég er búin að taka af mér 10 kíló sjálf síðan um áramótin vei vei vei...og alls ekki hætt...

Skúli, litli bró er víst byrjaður að blogga. Þið getið kíkt á þetta ef þið viljið kynnast alvöru honum eins og hann segir sjálfur. Já hann er nettur!
  ¶ 1:19 e.h.
mánudagur, mars 08, 2004
  -Föstudagurinn þrettándi-
Vitið þið hvað liggur á bakvið hjátrúna um að Föstudagurinn þrettándi sé óhappadagur??
Þessi skýring hefur mest verið notuð: Lærisveinarnir voru 13 þegar síðasta kvöldmáltíðin átti sér stað og Jesús var krossfestur á föstudegi.
Svoldið langsótt finnst mér!  ¶ 11:08 f.h.
föstudagur, mars 05, 2004
  -Fimmtudagskvöld-
Félag Sjálfstæðismanna á Bifröst var með Aðalfund í gær þar sem boðið var uppá matarhlaðborð og útsýni á Bjarna Benidiktson þingmann úr Suð-Vesturkjördæmi. Já þetta sýnir ykkur örugglega strax hvað ég er ógeðslega pólitísk eða þannig. Þegar maðurinn var að halda ræðu var ég svona frekar að horfa á fötin hans og hvernig hann greiddi hárið og af hverju skyldi hann vera í rúllukragabol og svoleiðis. Þegar ég hef hlustað lengi á pólitískar umræður (lengi=5mín) þá bara fer hugurinn minn á flug . Við erum að tala um það að ég er svo mikill asni í pólitík að Jóhann var að útskýra fyrir mér um daginn af hverju Össur Skarphéðinsson væri ekki mögulega næsti forsætisráðherra. Ríkisstjórn píkisstjórn!!

Ég flúði af pólitískum vettfangi eftir að tveir ræðumenn höfðu lokið sér af því mín beið Partýspilið með Mörtu, Hlín, Smára, Unni og Siggu Dóru. Þetta spil klikkar aldrei og við Marta stóðum okkur bara með ágætum en ég er enn svekt yfir að við misstum að TM-höfuðreitnum. Orðið var Tölvur og ég auðvitað COMPAQ þar sem ALLIR á Bifröst eiga Compaq en Marta bjáni sagði HP. Það er ekki sanngjarnt að láta mann vera með henni í liði!! Svo var spilið komið út í algjöra vitleysu þar sem þetta fólk var orðið svo blindfullt að það gat ekki haldið einbeitingu í lengur en eina mínútu (Gonnzan var sko greinilega edrú hehehe).

Kíktum á kaffihúsið þar sem einhverjir síðhærðir rokkarar frá 9.áratugnum voru að spila. Þeir voru reyndar alveg ágætir og við tjúttuðum heilmikið. Svo kom lagið "What's going on" by 4 non blondes og þá vissi ég alveg í hvað stefndi. Hlín tapaði sér alveg við mig: Gunnhildur þú verður að syngja þetta lag. Má ég biðja um að þú fáir að syngja?? Og þeir sem mig þekkja vita alveg að ég geeeeet ekki staðist svona tilboð. Þannig að þarna endaði ég, bláedrú, skjálfandi í hnjánum, með mígrafóninn í annarri að berjast við að muna textann, syngjandi við hlið síðhærða rokkarans með trítilóða Bifrestinga fyrir framan mig. Djöfull er þetta alltaf gaman haha.

Samantekt á kvöldinu: Helvíti skemmtilegt í alla staði, gott að vera edrú og vakna hress en stundum finnst manni sumt fólk vera skemmtilegra fullt þegar maður er sjálfur fullur... seigiggimeir seigiggimeir

Fyndið: Pálmi læsti sig inná klósetti á Kaffihúsinu og var búinn að vera læstur þar inni í klukkutíma þegar ég fór og þá var Jónas kallinn kominn til að reyna að ná honum út. Ég veit hins vegar ekki hvort það hafi tekist. Hefur einhver séð Pálma??
  ¶ 12:01 e.h.
fimmtudagur, mars 04, 2004
  -Athygli-
Haldið þið að orðatiltækið "neikvæð athygli er betri en engin athygli" eigi líka við þegar um samskipti kennara og nemenda er að ræða??
Þ.e. hvort er betra ef kennarinn sýnir ykkur aðeins neikvæða athygli eða alls enga?
  ¶ 2:34 e.h.
  -Brandari-
“Af hverju er bumban þín svona stór mamma?” spurði stúlkan mömmu sína.
“Ég er með barn í maganum”
“Hvernig komst það í magann þinn?”
“Pabbi þinn gaf mér það”
Þá fór stúlkan til pabba síns “pabbi þú veist barnið sem þú gafst mömmu? Hún kyngdi því!”
  ¶ 11:42 f.h.
  -Sleeping beauty-
Verð að segja ykkur eitt af sambýlingi mínum henni Röggu. Þeir sem þekkja hana vita kannski að sólarhringurinn hennar snýr ekki alveg eins og hjá þorra landsins. Hún er gjarnan að fara að sofa um 5 leytið á morgnanna og vakna uppúr hádegi eftir að hafa snoozað frá 10. Um daginn sögðumst við Alma ætla að draga hana með í morgun-aerobic með góðu eða illu og hún var alveg komin á það að mæta, eða það sagði hún okkur allavega. Hún hefur greinilega sagt þetta bara til að friða okkur og losna við röflið í okkur því þegar það var að því komið að ræsa Röggu klukkan 06.10 þá ansaði enginn föstu banki mínu og ekki nóg með það.. hún LÆSTI hurðinni svo ég gæti örugglega ekki dregið hana framúr.
Ragga hyggst fara í skiptinám næstu önn og ég hef verið að hvetja hana að fara til Japan því þar myndi sólarhringurinn smellpassa hennar klukku.
  ¶ 8:57 f.h.
  -Gestabók-
Eins og glöggir lesendur taka kannski eftir þá hef ég fjarlægt gestabókina mína. Ástæðan er sú að einhver vírus var kominn í hana og þegar maður opnaði síðuna þá poppuðu upp 10 klámsíður , tróðu sér í favorities og ein gerðist svo djörf að stilla sig alltaf sem upphafssíðuna hjá manni.
Ég græt gestabókina mína sáran og ég vil að þið vitið að mér þótti voða vænt um allt sem þið höfðuð skrifað þar. Núna verðið þið hins vegar að grípa til þess að vera dugleg að kommenta svo ég viti af ykkur.
  ¶ 12:17 f.h.
miðvikudagur, mars 03, 2004
  -LÍN-
Í dag er 3. mars og námslánin mín voru rétt að skríða inn. Þetta gengur allt svo bölvanlega hægt þarna í Þýskalandi að við erum búin að vera alveg brjáluð hérna heima, með yfirdráttinn í botni! Við tókum prófin, þessi fáu sem við þurftum að taka, í byrjun desember eða fyrir fokkings 3 mánuðum síðan. Þjóðvernarnir eru alveg að tapa sér í skriffinsku og formsatriðum og greinilega engir samningar í gangi á milli Bifrastar og Fachhochshule um að einkunnirnar okkar þurfi að vera komnar inn fyrir ákveðinn tíma.
Orðsending til tilvonandi skiptinema: Reynið að vera búin að fá allar einkunnir áður en þið komið heim. Það er ómögulegt að vera að vinna í þessu hérna heima. Svörin eru mjög óskýr og allir benda á næsta mann!
  ¶ 11:51 e.h.
  -Pistillinn kominn inn-
Sko Braga. Pistillinn kominn aftur inn. Okkur bloggurum fannst svo að okkur vegið með þessu mótlæti að meira að segja Valli, sem hefur ekki bloggað síðan 18.október b.t.w. gat ekki lengur á sér setið. Eins og Bragi segir: Rétt skal vera rétt!
Amen
  ¶ 4:05 e.h.
  -Málfrelsi hvað??-
Bragi hefur fjarlægt pistil sem hann skrifaði um úthlutun Félagsmálasjóðs. Til gamans má geta að þetta er ekki fyrsti pistillinn sem hann hefur þurft að fjarlægja vegna mótmæla en hvað er málið?? Má ekki mótmæla aðeins?? Þurfa endilega ALLIR að vera sammála?
Ég las þennan pistil og ég gat ekki séð að hann væri niðrandi fyrir einn né neinn. Ég veit ekki betur en að hér ríki málfrelsi en eins og segir í 10.grein mannréttindasáttmálans: Everyone has the right to freedom of expression.
Ef bloggið er ekki staðurinn til að rífa aðeins kjaft og gagnrýna þá veit ég ekki hvar sá staður er!!  ¶ 3:36 e.h.
þriðjudagur, mars 02, 2004
  Stundum verður maður nú dáldið þreyttur eftir allt þetta skopp

  ¶ 10:15 e.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger