Gonnzublogg
föstudagur, apríl 30, 2004
  -VARÚÐ-
Lisa Pedersen er væntanleg á Bifrastarsvæðið í kvöld. Strákar passið ykkur á henni.. hún er sleip í kjaftinum!

Já það verður sannkallað sportkotsreunion í kvöld nema það að Baddý litla lipurtá er í Danmörku að rannsaka hundakynið fræga stóra-danA.
Við Marta, Ólöf Dögg og Vala ætlum hins vegar að skemmta okkur fram í rauðan dauðann eins og okkur er einum lagið svo passið ykkur á að vera ekki fyrir!! Við erum væntanlegar á kaffihúsið um miðnætti og við verðum allar í rauðum og hvítum "Kalla Bjarna jakka" úr Retró. Eins gott að þið hin þvælist ekki fyrir okkur annars......
  ¶ 12:21 e.h.
  -Veðurblíða-
Fyrstu 3 daga vikunar var yndislegt veður hér á Bifröstinni og það var hræðilegt að þurfa að hanga inni og skrifa ritgerð. Maður er líka alveg kominn með grænar af viðfangsefninu sínu!!
Sjáið þið bara.... það var setið úti á kaffihúsinu... algjör blíða


Aerobikkið var með fjölbreyttu sniði þessa vikuna. Við fórum í göngu uppá Grábrók á mánudaginn og svo í fyrradag fórum við í Snú-snú og shit hvað það var gaman. Fyndið líka hvað allar mundu hvernig ætti að gera þetta. Fyrst hlaupa allir í gegn.. svo eiga allir að gera 1, svo 2 o.s.frv.
Við stóðum okkur eins og hetjur og hérna eru 2 myndir til að sanna mitt mál.Eftir brjálæðislega snú-snú keppni fórum við í göngu upp að Glanna og Paradísarlaut í blíðskaparsveðri.

  ¶ 11:57 f.h.
þriðjudagur, apríl 27, 2004
  -labbilabb-
Fínasta ganga í gær. Gott að fara út eftir langan skóladag og hugsa um eitthvað allt annað ritgerðina.

Þegar heim var komið eldaði ég lasagne en til þess að komast hjá því að þurfa að borða það í þrjá daga þá bauð ég þremur hraustum mönnum í mat með okkur Jóhanni. Það sannaðist alveg að leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann á honum!

  ¶ 10:01 f.h.
mánudagur, apríl 26, 2004
  -Mér leiðist-
Juminn ég held bara að þetta sé leiðinlegasti skóladagur sem ég hef upplifað! Meira að segja Bragi Rúnar er að fara yfir um hérna við hliðina á mér. Hann er farinn að trúa því að hann geti fyllt Hreðavatnsskála með því að troða þar upp á sama tíma og Kalli Bjarni verði á Kaffihúsinu næsta föstudag. Sögur herma að Bragi taki Michael Jackson múvin á einstakan hátt
Já ég er að fá svona flashback núna á fyrsta árið mitt hér á Bifröst þegar maður var í einhverju ógó verkefni á mánudegi og var strax farinn að hlakka til næsta fimmtudagsfyllerís. Jafnvel þó ég hafi þurft að láta Jóa stoppa á Subway í Mosfellsbæ á leiðinni hingað uppeftir í gær þar sem ég hljóp inn og faðmaði klósettskálina. Guði sé lof fyrir klósettin fyrir fatlaða!!
Kannski losna ég við þennan varg úr mér við að ganga uppá Grábrókina á eftir. Það verður ljúft að fá sér ferskt loft.... ég hugsa að ég eigi eftir að öskra eins hátt og ég get uppá toppnum. Svo kem ég glöð og sæl heim tilbúin í bs´ritgerðarskrif.
Ég er hætt að heyra hvað hann Jón "ekki góði" Ólafsson kennarinn minn er að segja.. ég er meira að segja að lesa SPAM póstinn minn... spennandi þessir penis enlargement patches.... svona fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Áhugasamir geta sent meil á Felix Gary [garyrg@stankowitz.de]
  ¶ 2:53 e.h.
sunnudagur, apríl 25, 2004
  -Here comes the bride-
Já ég er ekki frá því að það hafi orðið svoldið spennufall að vakna í morgun og öllu brúðkaupsstandinu lokið. Að vísu var munnurinn þurr og andfúll og hausinn ekki alveg til í að vakna alveg strax. Ég er mjög sátt við gærdaginn. Erfiðast var að syngja í kirkjunni en svo var veislustjórnin bara skemmtileg. Brúðurinn var alveg gorgious og ég held að allir hafi skemmt sér rosalega vel. Allavega var farin að myndast röð að mígrafóninum, það sungu örugglega 10 manns með hljómsveitinni!!
Nú get ég farið að einbeita mér að ritgerðarsmíðum. Ég geri varla ráð fyrir að koma heim fyrr en ég verð komin með nokkuð gott heildarskjal. Jæja... ætla að snúa mér að Working girl.. maður er að fá smá inspiration fyrir sumarið. Endalaust oft hægt að horfa á þessa mynd.
  ¶ 11:30 f.h.
fimmtudagur, apríl 22, 2004
  GLEÐILEGT SUMAR
Það er dýrlegt veður úti og svarti bíllinn minn bííííður eftir mér með skrúbbinn... óþolandi hvað sést mikið á svörtum bílum sko. Svo er ég að fara að hitta Kristján til að samræma veislustjórnina. Því næst fer ég að æfa með organistanum . Svo að lokum fer ég út í Garð í kvöld að æfa með hljómsveitinni og svona... Kræst hvað þetta er skemmtilegt!!
Hvað ætli Jóhann gefi mér í sumargjöf????
  ¶ 10:35 f.h.
  -Frænkupartý & Vinkonukvöld-
Loksins loksins þegar við frænkurnar höldum frænkupartýið sem við höfum ætlað að halda since I don't know when þá er vinkonugathering líka. Ég gerði þó gott úr þessu og fór í bæði. Byrjaði á Nönnustígnum hjá Hrund frænku þar sem við sátum allar á koddum við lágt borð eins og í Japan. Það var sjúklega gaman hjá okkur... fyndið hvað við erum allar miklar skvettur frænkurnar og hlægjum ýkt hátt. Guðný frænka sagði mér svo: jii Gunnhildur var ég búin að segja þér hvað mér fannst alltaf skemmtilegast að gera þegar ég var að passa þig?? Fara í feluleik með þér og svo faldi ég mig þangað til þú varst orðin svo hrædd að þú grenjaðir og grenjaðir. Þá varstu svo roosalega glöð að sjá mig
Leiðin lá svo til Keflavíkur um 11 leytið þar sem stelpurnar biðu spenntar hjá Önnu Lydíu eftir að sjá myndbandið frá gæsun Önnu. Við grenjuðum úr hlátri en juminn hvað ég á ekki að fara í magadans... það var alveg rétt hjá stelpurnum að það mætti halda að ég væri frekar að dansa á Casino en í magadansi... þvílíkar hreyfingar sko. úfff þetta verður verra og verra því oftar sem ég horfi á þetta.

  ¶ 10:34 f.h.
þriðjudagur, apríl 20, 2004
  -Brandari í tilefni dagsins-
Jónas var á ferð um Róm og Vatikanið og var staðráðinn í að hitta Páfann. Og þarna var hann kominn í langa biðröð í fallegum og dýrum fötum og vonaði að Páfinn tæki eftir hversu vel hann væri klæddur og eiga nokkur blessunarorð við hann.
Páfinn gekk hægt og virðulega meðfram röðinni, en gekk viðstöðulaust framhjá Jónasi án þess svo mikið sem gjóa til hans öðru auganu. Síðan stoppaði Páfinn hjá róna sem húkti í rennusteininum, hallaði sér að honum og hvíslaði nokkrum orðum að honum. Svo hélt Hans Heilagleiki áfram.
Þetta fanst Jónasi óréttlátt. Hann fór og talaði við rónann og eftir smá hark samþykkti hann að þeir skyldu skiptast á fötum fyrir tíu miljón lírur. Með þessu vonaði Jónas að Páfinn myndi taka eftir honum daginn eftir
Daginn eftir var Jónas kominn í röðina snemma dags og beið síðan í illa lyktandi og götóttum fötunum langt fram eftir degi þangað til Páfinn lét sjá sig. Jónas var mjög vongóður að Páfinn myndi segja nokkur vel valin guðsorð við hann. Þegar Páfinn kom loks að þeim stað þar sem Jónas stóð, þá stoppði hann, hallaði sér að honum og hvíslaði: „Var ég ekki búinn að segja þér að drullast í burtu, helvítis ógeðið þitt?“
  ¶ 10:04 e.h.
mánudagur, apríl 19, 2004
  -Komin með 3 vinnur-
Já skjótt skipast veður, sérstaklega hérna á Íslandi. En ég ætla ekki að tala um veðrið heldur átti þetta að vera svona gáfulegur inngangur í umræðu mína. Ég ætlaði nefnilega að deila því með ykkur að ég get hætt að væla um að enginn vilji ráða mig í vinnu þar sem ég er komin með 3 vinnur í sumar. Aukavinnurnar 2 eru þær að ég sé um bókhaldið í pulsuvagninum og vinn hjá Vallarvinum á fimmtudagskvöldum við innritun og svoleiðis.
Aðalvinnan mín er sú að ég er að verða aðstoðarverslunarstjóri í Samkaup í Njarðvík. Ekki bara í sumar heldur for good!! Já litla ljónið fær að njóta sín sem stjórnandi í flagskipi Samkaupa HF. Nei ég held ég verði nú ekki alveg svona ströng hahaha
Nýráðinn verslunarstjóri þar er Gunnar Egill sem útskrifaðist héðan í fyrra en Samkaupsmenn segja Bifrestinga henta mjög vel í stjórnendastörf! Ekki amalegt það!!
  ¶ 2:23 e.h.
sunnudagur, apríl 18, 2004
  -Tónlist-
Ég held að ég sé með breiðasta tónlistarsmekk í heimi. Ég get alveg tapað mér ein í bílnum á brautinni með FM957 í botni þar sem axlirnar fá eigin hugsun og hreyfingarvilja og síminn eða kristal flaskan breytast í mígrafón. I´m not in love... it´s just a phase that I´m going through...
Svo getur íslenska stelpan poppað upp en það gerist sérstaklega í kringum hestamenn og þá dilla ég mér við diggiliggilælæ og fleiri góða slagara. Ég á það nú líka til að skella Geirmundi eða Bjögga á fóninn í partýum við misgóðar undirtektir en það er bara svona okkar á milli... ok?
Nú er ég alein inní hátíðarsal snemma á sunnudegi að henda könnununum inn í forritið og þá er tilefni fyrir svona þægjó tónlist. Rólegt rokk með seiðandi karlmannsrödd í forsprakki hefur þá vinninginn. Það koma auðvitað nokkrir til greina en sá sem hefur átt vinninginn frá því ég heyrði fyrst í honum er John Mayer. Ég sá að Tótla setti texta af einum af hans lögum inn hjá sér um daginn enda snótin sú smekkgóð á tónlist.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds John Mayer lögum en bendi ykkur einnig á að tónlistardiskurinn hans Any given thursday er inn á EDGAR ef þið viljið meir!
Comfortable
Back to you
Your body is a wonderland
Man on the side
og síðast en ekki síst er það Myndband með kappanum en hann er nefnilega damn fine looking!!

  ¶ 11:33 f.h.
  -Góðan daginn. Gunnhildur heiti ég og.....-
Ég hef tekið ákvörðun um það að ég mun ALDREI fara að starfa hjá Gallup við það að hringja út spurningakannanir. Já og engan annan heldur!! Eftir tveggja daga törn er ég komin með 250 svör í könnuninni minni. Ég ætla ekki að eigna mér heiðurinn af þessu alveg þar sem ég fékk hjálp frá Skúla, Kareni, Ólöfu Dögg, Önnu Lydíu og Röggu og hljóta þau KÆRAR þakkir fyrir!
Ég ætla mér að fá 100 svör í viðbót en ég gat ekki hugsað mér að hringja út í dag líka og er því að stússast núna í að henda svörunum inn í SPSS sem er btw þrusu gott og þægilegt forrit. Sigrún Ýr frænka fær kærar þakkir fyrir að kenna mér á það.
Jæja... þetta er farið að hljóma eins og formáli í lokaverkefni.
  ¶ 11:23 f.h.
miðvikudagur, apríl 14, 2004
  -Hvar eru myndirnar frá gæsapartýinu??-
Já ég fékk bara hálfgerðar skammir í dag fyrir að vera ekki búin að henda inn myndunum frá gæsapartýi Önnu Lydíu. Nú eru þær komnar inn
Ég var reyndar mest á videokamerunni svo þetta eru einungis myndir frá Hard Rock og í bílnum á leiðinni heim. Gæsin var fremur fyrirferðarlítil á heimleiðinni en það var nokkuð ljóst að partýið var aftur í!!

  ¶ 8:35 e.h.
  -Keppni-
Frábært hvað lesendur tóku sig strax til og redduðu mér nótunum af laginu Ást. Ekki nóg með það að Birta Rós linkaði mér lagið heldur hringdi Guðrún Ósk vinkona líka í dag og þá var hún einmitt búin að finna þetta fyrir mig líka þessi elska. Algjör snilld!
Nú vantar mig hins vegar nótur við annað lag og það virðist vera heldur erfiðara að finna. Það er lagið Ást við fyrstu sýn sem ég bloggaði einmitt um hér í þarsíðustu færslu.
Athugið að það eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem kemur fyrstur með þetta.
Sá sem vinnur fær pulsu og kók á Pulsuvagninum í Keflavík.

Einn, tveir og nú!!
  ¶ 6:55 e.h.
  -Kæri Jón Ólafsson-
Ég er búin að gera dauðaleit af nótum af laginu Ást eftir Magnús Sigmundsson .Svo fékk ég snilldarhugmynd...Hei, ég sendi bara Jóni Ólafssyni póst og bið hann um að vera svo góðan að senda mér nóturnar.

Fyrirspurnin var eftirfarandi:
Sæll Jón
Gunnhildur heiti ég og er að fara að syngja við brúðkaup 24.apríl. Ég á að syngja lagið Ást eftir Magnús Sigmundsson og er í mestu vandræðum að finna nótur við lagið. Ég vona að ég sé ekki dónaleg að spyrja þig hvort þú getir nokkuð mögulega sent mér nóturnar??
Með von um góð viðbrögð og hjálpsemi
kveðja
Gunnhildur Erla


Svar barst innan 10 mínútna:
á engar slíkar till
spila eftir eyranu
kv.
jón


Maðurinn er auðvitað bara snillingur, hvað annað. Langaði helst að senda honum reply og biðja hann að kenna Steinari organista að spila lagið en æi.. ég kunni ekki við það!
  ¶ 1:13 f.h.
sunnudagur, apríl 11, 2004
  -Músíka-
Ég heyrði svo fallega útgáfu af laginu Ást við fyrstu sýn, sem Páll Óskar gerði frægt hér um árið. Þetta er sungið af Regínu Ósk og Friðriki nokkrum. Ég var að hlusta á þetta í botni í bílnum í dag, fékk gæsahúð um allan líkamann og var alveg við það að tárast eins og einhver lovesick teenager. Juminn ég byði allavega ekki í að hlusta á þetta í ástarsorg.
Mig langar að deila þessu lagi með ykkur af því að þið eruð svo æðisleg Gjössovel...
  ¶ 10:00 e.h.
  -Gleðilega páska-
Mikið finnst mér páskaegg góð á bragðið..nammmmm. Súkkulaði hefur alltaf verið minn helsti veikleiki og því hefur þetta verið mín uppáhalds hátíð. Þegar ég var lítil þá var rútínan alltaf þannig að ég vaknaði með leiðarvísi við hliðiná mér. Við tók dauðaleit af páskaegginu og það voru mikil fagnaðarlæti þegar það fannst inní þvottavélinni eða bílskúrnum eða eitthvað. Ég hlammaði mér í sófann, reif utan af egginu og át það fyrir framan "ljónið, nornina og skápinn" sem var alltaf í sjónvarpinu á páskadag!
Ég skildi aldrei vinkonur mínar sem gátu átt páskaeggið sitt í marga daga eða fengu svo illt í magann af svona miklu súkkulaðiáti. Ég kláraði mitt egg undantekningarlaust á Páskadag og heimilisfólkið mátti bara passa sig að skilja eggið sitt ekki eftir í minni augsýn.

Í dag eru páskarnir með nokkuð breyttu sniði. Páskarnir eru orðnir mikil djammhátíð og ég hef undanfarin ár vaknað þunn á Páskadag. Í stað þess að þurfa að leita af egginu þá bíður það í eldhúsinu eða gluggakistunni minni og ég hef ekki eins mikla lyst á því og á yngri árum sökum brennivínsdrykkju.Í gær var partý hjá Hildi "frænku" Björnsdóttur og þaðan var rölt í Stapann að fagna Íslandsmeistaratitli Keflvíkinga í körfubolta. Ágætis ball en samt mikið af allskonar liði sem maður þekkti ekki neitt. Var komin heim um 2.30 á undan mömmu minni sem var í góðu grúvi á ballinu.....
  ¶ 9:50 e.h.
fimmtudagur, apríl 08, 2004
  -Stjörnuspá-
Ljónið er mjög sjálfstætt og þrjóskt merki. Þú getur líka verið mjög hávær, stundum það hávær að þig langar til að öskra. Það er gott því þá ertu orkumikil/l og nýtir hana vel. Fóki finnst alveg æðislegt að hafa þig í kringum sig og þú getur fengið athygli frá öllum. Þú ert mikil partý manneskja eða vilt alltaf hafa eitthvað að gera og vilt helst hafa mikið af fólki í kringum þig. Þú ert oft svo upptekin/n að ástarlífið á það til að sitja á hakanum án þess að þú takir eftir því. Þú ert eitthvað hljóðlátari núna en það er bara lægð sem líður hjá.

Tekið af -orðlaus

Juminn það mætti bara halda að ég hefði samið þetta sjálf í einhverju gríni nema kannski næst síðustu setninguna... æm ðí lovgúrú gúdd pípol

Það er spurning hvort þetta hefði kannski átt að fylgja á CV-inu... ég fengi allavega að undirbúa starfsmannadjömmin og svona.
  ¶ 3:47 e.h.
  -Sumarið er tíminn-
Hugur minn snýst í hringi. Eftir allar þessar nálastungur hlýtur þetta jafnvægi yin og yang að vera að komið á því ég hugsa svo mikið og ég dreymi líka alveg svakalega mikið. En hvað er ég að hugsa svona mikið um?? Jú... hvað á ég að gera í sumar?? Nú er nefnilega komið að þessum tímamótum í lífi mínu og fleiri sem eru að útskrifast að maður þarf að finna sér eitthvað að gera. Þegar ég hóf námið þá dreymdi mig um þetta augnablik og sá fyrir mér atvinnutilboð frá flottustu fyrirtækjunum. Já ég sem verð búin borga um milljón í skólagjöld hlýt bara að eiga rosalegt forskot á hina viðskiptafræðingana. Og ég hélt líka að ég væri þessi stjórnendatýpa í mér.... ég meina... ég er allavega ljón, telur það ekkert??
En hvað gerist þegar litla Gunnhildur töltir til "the big shots" með ferilskránna sína. Jú mér líst vel á þetta en það er bara ekkert laust hjá okkur eins og er! EKKERT LAUST EINS OG ER!! Hvað á ég þá að gera?? Ef ég vil vera í Reykjavík þá þarf ég bara að fara að sækja um eitthvað starf sem greiðir mér 100 þúsund krónur á mánuði.. og mig langar það bara alls ekki neitt!! Ég ætlaði að fá 300 þúsund svo ég gæti farið strax útí að kaupa mér íbúð með mínum ektamanni.
Já kæru lesendur... útlit vinnumarkaðarins er svart! Það lítur allt út fyrir að ég verði í alein og yfirgefin Keflavík í sumar að reka Pulsuvagninn fyrir foreldrana. Þar fæ ég allavega almennileg laun og þar sem Skúli og Jói verða báðir í bænum þá þarf ég bara að þvo minn þvott í sumar!
-Lifið heil
  ¶ 10:36 f.h.
sunnudagur, apríl 04, 2004
  -Passion of Christ VARÚÐ-
Þessi mynd er ekki fyrir þá sem hafa ekki hjarta úr steini!! Þetta er ógeðslegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð. Hún slapp svona fyrir hlé en eftir hlé hófst hýðingin. Ég hélt ég myndi nú hafa þetta af með því að halda fyrir augun og telja uppá 39 en guð minn góður. Ég svoleiðis grenjaði og grenjaði og það endaði bara með því að sagði við Jóhann að ég væri farin og myndi bara sækja hann á eftir. Við vorum í Smáranum og ég gat ekki hugsað mér að fara strax niður. Ég þurfti að fara inn á klósett og gráta pínu meira og reyna svo að hressa upp á lúkkið.  ¶ 1:05 e.h.

Myndir 1
Myndir 2

Linkar
Mogginn
Víkurfréttir
Bifröst

Blogg
Imbafox
Pála og co
Alma
Bragi "formaður"
Steinar Ara
Tótla
Rósa
Lísa
Kristinn Stuð
Tanía
Skúli Steinn
Svan
Bendt
Hrönnsla búbbía

Lítil krútt
Sara Lind krútta
Kristín Alfa og Saga
Victoria Lazar

Eldra blogg
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 /


Powered by Blogger