-Húsfreyjan í Þrastarási kveður-
Já ég hef ekki mikið að segja þess dagana. Mikið að gera í vinnunni og fátt annað sem kemst að. Það er þó í lagi að nefna það að við Jóhann erum
búin að kaupa okkur íbúð Vei vei vei!! Já við splæstum á okkur eina
fallegustu íbúð sem ég hef nokkurn tíman séð. Hún er í
Þrastarás 46 í Hfj og við flytjum inn í september býst ég við. Ég er svo ánægð með hana að ég get ekki hætt að skoða myndirnar af henni :D
Ég ætla ekki að halda þessu bloggi áfram en hendi kannski inn einhverjum myndum af og til. Ég var einmitt rétt í þessu að setja inn
myndir frá
Gæsapartýi Þórunnar sem endaði í Stapanum. Þar voru
Skímó að spila og juminn hvað við skemmtum okkur vel. Þeir eru bara æði!!
¶
10:22 e.h.